Húnavaka - 01.05.2008, Blaðsíða 165
H Ú N A V A K A 163
aldursröð: Sigrún, gift Guðmundi Guðbrandssyni, þau búa í Saurbæ. Katrín,
gift Sigurjóni Stefánssyni, þau búa að Steiná 3 í Svartárdal. Sæunn Freydís, gift
Guðmundi Karli Þorbjörnssyni, þau eru búsett í Hveragerði. Gísli Jóhannes,
kvæntur Sigurlaugu Höllu Jökulsdóttur, þau búa á
Blönduósi.
Eftir að Grímur hætti búskap að Saurbæ í
Vatns dal flutti hann til Blönduóss og og hóf störf
hjá Kaupfélagi Húnvetninga. Þar var hann fulltrúi
og síðan gjaldkeri til ársins 1982 er hann lét af
störfum fyrir aldurssakir.
Eftir Grím liggur mikið af efni í bundnu og
óbundnu máli, vísur og ljóð og ótal greinar og
pistlar. Fasta pistla flutti hann úr samfélaginu í
ríkisútvarpið en hann var fréttaritari þess um
langt árabil. Í tuttugu og fimm ár var hann veður-
athugunarmaður á Blönduósi. Honum til heiðurs
var sett niður afsteypa af styttunni, Veðurspámann-
inum eftir Ásgrím Sveinsson, í miðbæ Blöndu óss.
Margar viðurkenningar hlaut Grímur fyrir störf sín í þágu samfélagsins.
Hann var gerður að heiðursborgara Blönduóss og Fálkaorðuna fékk hann fyrir
félagsstörf og byggðamál. Hann naut trausts samferðamanna sinna og voru
honum falin ýmis trúnaðarstörf í sveit og bæ.
Mikinn tíma og vinnu gaf Grímur kirkjunni en í kirkjukórum söng hann alls
í 77 ár og síðast í desember árið 2006.
Að Garðabyggð 8 á Blönduósi átti hann hlýlegt og fallegt heimili sem jafnan
var gestkvæmt.
Grímur andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi eftir stutta sjúkralegu.
Útför hans var gerð frá Blönduósskirkju þann 10. apríl.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.
Óskar Ingi Þórsson,
Skagaströnd
Fæddur 10. júlí 1975 – Dáinn 5. apríl 2007
Óskar Ingi fæddist á Blönduósi. Foreldrar hans eru Rósa Björg Högnadóttir, f.
1958 og Þór Ingi Árdal, f. 1957. Börn Rósu eru, auk Óskars Inga: Hafsteinn
Auðunn Björnsson, f. 1982 og Lilja Nótt Sævarsdóttir, f. 1985. Eiginmaður
Rósu er Heiðar Sigurbjörnsson.
Börn Þórs eru: Steinþór Ingi, f. 1977, Hafdís Gréta, f. 1986 og Jóhanna
Lilja, f. 1988. Sambýliskona Þórs, föður Óskars, er Sigrún Wiencke.
Óskar Ingi ólst upp hjá móður sinni og síðar sambýlismanni hennar, Sævari
Hjaltasyni. Hann var listhneigður og naut sín best við að leika tónlist eða
skapa myndlist. Var það honum hvort tveggja í blóð borið og hans helsta