Húnavaka - 01.05.2008, Side 166
H Ú N A V A K A 164
áhugamál á æsku- og uppvaxtarárum. Myndlistin var honum einkar hugleikin
og tjáði hann gjarnan með henni það sem hann sagði ekki með öðrum hætti.
Óskar var gleðimaður og góður vinur vina sinna, tilfinningaríkur en dulur
á tilfinningar sínar. Hann hneigðist snemma til
ásatrúar, varð heitur trúmaður og helgaði hinum
forna sið bæði krafta sína og hug. Hann las allt
sem hann fann um ásatrú og naut þess í hvívetna
að ræða þau málefni við trúbræður sína.
Árið 1998 hóf Óskar sambúð með Dagbjörtu
Magnúsdóttur. Þau slitu samvistir árið 2005. Þau
áttu þrjár dætur, þær eru: Victoría Rós, f. 1999,
Ástrós Anita, f. 2001, og Arnrún Mist, f. 2002.
Árið 2005 hóf Óskar sambúð með Huldu Björk
Marteinsdóttur, sonur þeirra er Óðinn Þór, f.
2006. Dóttir Huldu er Ragnheiður Diljá
Káradóttir, f. 1999. Óskar og Hulda slitu samvistir
árið 2007.
Óskar starfaði lengst af sem sjómaður. Árið 2006 tók Óskar sig upp og fór
í Framhaldsskóla Húsavíkur og stefndi á nám í garðyrkjufræðum.
Útför Óskars Inga var gerð að heiðnum sið frá Félagsheimilinu Fellsborg
hinn 20. apríl 2007 og mælti Jörmundur Ingi allsherjargoði yfir moldum
hans.
Magnús B. Jónsson.
Gurid Sveinbjörnsson
frá Hlíð
Fædd 4. júní 1909 – Dáin 26. apríl 2007
Gurid Sveinbjörnsson, fædd Sandsmark, fæddist í Rogalandsfylki í Noregi 4. júní
1909. Foreldrar hennar voru hjónin; Anna Sandsmark, fædd 1878 og Jörgen
Sandsmark fæddur 1875. Þau hjónin áttu þrjár dætur og var Gurid í miðið, eldri
var Ragna, fædd 1907, sem er látin, yngri var Tyra, fædd 1912, látin.
Það er erfitt að gera sér í hugarlund hvað varð til þess að stúlka úr sveitinni
nálægt Stavanger hleypir heimdraganum og flytur í fjarlægt land og gerir það að
heimili sínu upp frá því. Við getum aðeins getið okkur til um að það hafi verið
ævintýraþráin í ungu blóðinu. En vitað er að vinkona Guridar hafði farið á
undan henni til Íslands og það kann að hafa átt sinn þátt í þessari ákvörðun.
Gurid réði sig í vist á Íslandi og kynntist fyrri eiginmanni sínum, Sigurbirni
Björnssyni, frá Örlygsstöðum á Skaga, í Reykjavík. Sigurbjörn var þá í bygg inga-
vinnu. Þau gengu í hjónaband og fluttu að Hvammi í Laxárdal um miðjan fjórða
áratuginn (1936). Þar dvöldu þau í um eitt ár og fluttu síðan að Örlygsstöðum
og byggðu nýbýlið Hlíð. Þar bjuggu þau þangað til þau slitu samvistir 1951.
Eftir það bjó Gurid áfram í Hlíð ásamt sonun um tveimur sem enn voru á
skólaaldri, þar til Gurid flutti til Reykjavíkur um miðjan sjöunda ára tuginn
Gurid og Sigurbjörn eignuðust tvo syni. Eldri er Björn sem er bóndi í Hlíð,