Húnavaka - 01.05.2008, Page 167
H Ú N A V A K A 165
fæddur 1937, ókvæntur og barnlaus. Yngri er Rafn, bóndi á Örlygsstöðum II,
fæddur 1940. Rafn er kvæntur Ingibjörgu Ólafsdóttur og eiga þau tvö börn; Rafn
Inga, fæddan 1970 og Elínu Önnu, fædda 1971. Rafn Ingi er kvæntur Árný Lilju
Árnadóttur en Elín er í sambúð með Steingrími
Baldri Benedikts syni.
Þegar Gurid var aftur komin til Reykjavíkur
vann hún á ýmsum veitinga stöðum og hjá Sesselju
á Sólheimum um árabil. Í Reykjavík kynnist hún
seinni manni sínum, Guðmundi A. Sveinbjörnssyni,
verslunarmanni hjá Ellingsen. Þau gengu í
hjónaband og bjuggu á Hjarðarhaganum til
ársins 1998 þegar Guðmundur féll frá. Í ársbyrjun
2002 flutti Gurid til Skagastrandar á dvalar-
heimilið Sæborgu og átti þar heimili til æviloka og
kunni því vel.
Gurid var fædd og uppalin í Noregi en hún
unni Íslandi og norðlenskum sveitum og þó hún
færi í heimsókn til æskustöðvanna í Noregi var hún aldrei komin heim fyrr en
hún var komin til baka, þó að hjartað væri alltaf að einhverju leyti á báðum
stöðum. Í tilefni af níræðisafmæli sínu ferðaðist hún ein til Noregs í síðasta
skipti og hlýtur það að teljast mikið afrek hjá svo aldraðri konu en þess má geta
að langlífi og líkamshreysti virðist liggja í hennar fjölskyldu.
Eina spítalalegan hennar á ævinni var sú síðasta þegar hún lá á sjúkrahúsinu
á Blönduósi en þar lést hún, komin fast að 98. afmælisdegi sínum.
Útför hennar var gerð frá Hofskirkju, föstudaginn 4. maí.
Sr. Fjölnir Ásbjörnsson.
Gerður Aðalbjörnsdóttir,
Hólabæ
Fædd 6. október 1932 – Dáin 12. júní 2007
Gerður Aðalbjörnsdóttir (Dedda) fæddist að Eyjardalsá í Bárðardal. Foreldrar
hennar voru Hólmgeir Aðalbjörn Sigfússon, 1898-1967 og Björg Rannveig
Runólfsdóttir, 1892-1977. Albróðir Gerðar er Runólfur Bjarnason Aðalbjörns-
son, f. 1934. Hann er kvæntur Sigurbjörgu Hafsteinsdóttur frá Njálsstöðum.
Hálfbróðir þeirra er Jóhann Viðar Þór Aðalbjörnsson, f. 1942.
Fjölskyldan flutti að Hvammi í Langadal 1934 og ólst Gerður þar upp. For-
eldrar hennar slitu samvistum á unglingsárum hennar en móðir hennar hélt
áfram búskap í Hvammi ásamt börnum sínum. Gerður sótti menntun sem
venja var til á þessum árum í farskóla, síðan stundaði hún nám í Húsmæðra-
skólanum á Löngumýri.
Þriðja júní 1952 giftist Gerður Pétri Hafsteinssyni frá Gunnsteinsstöð um,
1924-1987 og flutti til hans að Gunnsteinsstöðum í Langadal. Þar bjuggu þau
til ársins 1957 að þau fluttu að Hólabæ, sem þau höfðu þá byggt upp. Eignuð-