Húnavaka - 01.05.2008, Page 168
H Ú N A V A K A 166
ust þau fimm börn og þau eru: Björg Guðrún, hennar maður var Sigurður
Kristinsson, Hafsteinn, kvæntur Sigríði Hrönn Bjarkadóttur, Rúnar Aðalbjörn,
d. 1967, Pétur er kvæntur Þorbjörgu Bjarnadóttur, Gerður Dagný, maður
hennar er Þórir Kristinn Agnarsson.
Gerður var dugmikil manneskja. Fjölhæf var
hún og gilti einu hvort verkefnið laut að inni- eða
útiverkum. Hún sinnti jafnt almennum bústörfum
sem og heimilsstörfum. Gerður var mikil bú -
manneskja, einstaklega fjárglögg og nærfærin við
allt sem sinna þurfti.
Gerður sinnti félagsstörfum í samfélagi sínu af
einstakri trúmennsku, sérstaklega þeim er tengdust
tónlist á einhvern hátt. Hún var organisti kirkju
sinnar, Holtastaðakirkju, frá 17 ára aldri í fjóra
áratugi. Hún sótti sér þekkingu og reynslu í
organistanámskeið í Skálholti sem veittu henni
ómælda ánægju. Upphaflega lærði hún á orgel hjá
föður sínum og síðan lítillega hjá Solveigu Sövik á Blöndu ósi.
Gerður var félagi í Kvenfélagi Bólstaðarhlíðar hrepps og var formaður þess
árin 1980-1983. Hún æfði söng- og leiklist með Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps
til fjölda ára. Þá sá hún um rekstur félagsheimilisins Húnavers til margra ára
ásamt manni sínum.
Seinni hluta ævi sinnar átti hún við erfið veikindi að glíma. Það var árið
1979 að hún greindist með Parkinsonsjúkdóminn. Gegn sjúkdómi þessum
barðist hún af fádæma þrautseigju og viljastyrk.
Í einkalífi var hún gæfumanneskja. Hjónaband þeirra Péturs í Hólabæ var
farsælt, gott og fallegt. Heimili þeirra hjóna var gestrisið, viðmót þeirra
alúðlegt og þau hjón samvalin í nærgætni og umhyggjusemi á alla grein.
Árið 1989 flutti Gerður suður til Mosfellsbæjar. Hún þurfti þjálfun og
endurhæfingu á Reykjalundi og því brá hún á þetta ráð. Árið 1996 fluttist hún
aftur norður og nú á Heilbrigðisstofnunina á Blönduósi. Þar átti hún síðasta
áratuginn sinn eða þar til hún lést.
Útför Gerðar fór fram frá Blönduósskirkju 22. júní 2007.
Sr. Hjálmar Jónsson.
Sigurgeir Magnússon
frá Blönduósi
Fæddur 27. september 1913 – Dáinn 5. ágúst 2007
Sigurgeir var fæddur á Hvalsá í Kirkjubólshreppi í Strandasýslu. Foreldrar
hans voru Guðbjörg Jónsdóttir, húsfreyja og starfskona við Sjúkraskýlið á
Hólmavík og Magnús Jónsson, bóndi á Hvalsá og áður á Kollafjarðarnesi í
sömu sveit. Þau hjón eignuðust níu börn, tvö létust um eins árs aldur og fjögur