Húnavaka - 01.05.2008, Page 169
H Ú N A V A K A 167
á tvítugs til þrítugs aldri. Sigurgeir var yngstur systkinanna. Tveggja ára gam-
all missti hann Magnús föður sinn. Eftir lát hans ólst hann upp með móður
sinni og í skjóli hennar og var á æskuárum á hinum ýmsu bæjum í Stranda-
sýslu og á Hólmavík.
Sigurgeir var sem ungur maður í tvö ár við bú -
störf og kennslu í Hvammi í Vatnsdal og líkaði
dvölin þar afar vel. Hann flutti síðan til Reykjavíkur
snemma á fjórða áratugnum og lærði þar hús-
gagna smíði sem hann vann við og aðrar smíðar í
áratugi.
Þann 11. desember árið 1937 kvæntist Sigurgeir
Kristínu Jóhönnu Guðmundsdóttur, 1918-1987,
frá Blönduósi.
Þau eignuðust sjö börn sem eru: Magnús, dó á
fæðingardegi, Bára, Sævar Frímann d. 1999,
Ægir Frímann, Hrönn, Friðrik Ósfjörð og Þórdís.
Sigurgeir og Kristín áttu heimili sitt fyrstu árin
í Reykjavík, á Blönduósi bjuggu þau frá 1942-1962 er þau fluttu aftur til
Reykjavíkur. Eftir að Sigurgeir kom til Reykjavíkur á ný vann hann m.a. við
verslun, hjá Sundlaugum Reykja víkur og sem kirkjuvörður í Fella- og
Hólakirkju.
Sigurgeir tók virkan þátt í félags- og verkalýðs málum og í söngstarfi en hann
hafði afar gaman af söng og að syngja. Hann var áhugasamur um leiklist og
lék með Leikfélagi Blönduóss. Hann tók á síðari hluta ævinnar mikið af mynd-
um, m.a. af öllum kirkjum landsins, bæði að utan og innan. Það safn er nú í
eigu Biskupsstofu. Sigurgeir var ritfær og var félagi í Rithöfundafélaginu.
Hann gaf út þrjár bækur og sú fjórða var lesin í útvarpi. Hann birti margar
greinar í tímaritum og skildi eftir sig mikið safn handrita. Hann var áhugasamur
um hesta og þekktur hestamaður.
Sigurgeir hafði alla tíð áhuga á þjóðfélagsmálum og fylgdist vel með á þeim
vettvangi. Hann var sérlega barngóður, oft gamansamur enda átti hann ljúfa
og glaða lund.
Útför Sigurgeirs fór fram frá Fella- og Hólakirkju 21. ágúst.
Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson.
Anna Margrét Tryggvadóttir,
Blönduósi
Fædd 3. desember 1919 – Dáin 31. ágúst 2007
Anna var fædd í Finnstungu. Foreldrar hennar voru Guðrún Jónsdóttir og
Tryggvi Jónasson, bændur í Finnstungu. Anna var eina dóttir þeirra hjóna.
Börnin fjögur voru í þessari röð. Elstur var Jónas, þá Jón, síðan Guðmundur
og Anna var yngst. Guðmundur er einn eftirlifandi af systkinunum.