Húnavaka - 01.05.2008, Page 173
H Ú N A V A K A 171
mestu heima fyrri hluta sinnar ævi. Ásgerður bar sinn kross án þess að kvarta,
víl og uppgjöf fannst ekki í hennar orðasafni.
Búið létu þau hjón að mestu í hendur dóttur og tengdasonar um 1977 en
dvöldu heima til æviloka. Ásgerður var heimakær að eðlisfari og sóttist ekki
eftir þátttöku í félagsstörfum, heimilinu helgaði hún krafta sína. Hún var
ljóðelsk og fróð og fylgdist með hræringum þjóðlífsins og hafði á þeim
sjálfstæðar skoðanir.
Ásgerður hélt lengst af góðri heilsu og var ern þrátt fyrir háan aldur. Heima
dvaldist hún þar til tveimur dögum fyrir andlát sitt er hún veiktist og var lögð
inn á Heilbrigðisstofnunina á Blönduósi þar sem hún andaðist 97 ára að
aldri.
Útför hennar fór fram frá Blönduósskirkju 29. september en jarðsett var í
heimagrafreit á Guðlaugsstöðum.
Sr. Ólafur Þ. Hallgrímsson.
Gíslína Torfadóttir
frá Blönduósi
Fædd 8. júní 1937 – Dáin 17. september 2007
Gíslína Torfadóttir fæddist á Kringlu í Grímsnesi. Foreldrar hennar voru Torfi
Sigurjónsson frá Kringlu í Grímsnesi og Margrét Sæmundsdóttir úr Reykjavík.
Þau eignuðust 14 börn. Guðrún fædd 1936, Gíslína fædd 1937, Þórunn fædd
1938, Sæmundur fæddur 1940, Þorsteinn fæddur
1941, Geirdís fædd 1942, Ólafur fæddur 1943,
dáinn 1983, Sigurjón fæddur 1944, Sigurgeir
fæddur 1946, Torfhildur Margrét fædd 1948, Jón
Gunnar fæddur 1949, Rafn fæddur 1950, Svandís
fædd 1951 og Magnús fæddur 1952.
Gíslína fluttist með foreldrum sínum að
Miðhúsum í Garði árið 1940 þar sem foreldrar
hennar hófu búskap. Lína eins og hún var alltaf
kölluð, ólst upp með stórum systkinahópi í
Miðhúsum þar sem verkefnin voru alltaf næg. Í
Garð inum fór hún að vinna í fiski og síðan í
bakaríi í Reykjavík.
Lína eignaðist tvo syni, Torfa Gunnþórsson
sem fæddur er 1958 og Guð mund Guðmundsson sem fæddur er 1960.
Gíslína giftist eftirlifandi eiginmanni sínum, Ágústi Fannberg Friðgeirssyni
frá Sviðningi á Skaga 16. maí 1964. Ágúst gekk sonum Línu í föðurstað.
Eftir að hún giftist Ágústi byrjuðu þau að búa á Lambastöðum í Garði en
fluttu til Blönduóss vorið 1965 að Óslandi. Síðan byggðu þau sér hús að Urð-
arbraut 1 og bjuggu þar frá árinu 1971. Í desember 1998 fluttu þau í Garðinn
að nýju.