Húnavaka - 01.05.2008, Page 175
H Ú N A V A K A 173
skyld unnar, fyrir utan síðustu mánuðina á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi
þar sem hann lést. Útför hans var gerð frá Svínavatnskirkju 6. október og hlaut
hann legstað við hlið konu sinnar í Svínavatnskirkjugarði.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.
Kristín Halldórsdóttir,
Bergsstöðum
Fædd 4. júlí 1927 – Dáin 8. október 2007
Kristín fæddist á Skottastöðum í Svartárdal. Foreldrar hennar voru hjónin,
Halldór Jóhannsson og Guðrún Guðmundsdóttir sem lengst af ráku bú á
kirkjustaðnum Bergsstöðum í Svartárdal. Þar ólst Kristín upp ásamt systkinum
sínum, þeim Guðmundi og Bóthildi.
Í sveitinni í Svartárdal leið fjölskyldunni vel, systkinin áttu góðar leikstundir
við bakka Svartár og einkenndist samband þeirra af vináttu og samheldni.
Kristín gekk í barnaskóla í Blöndudalshólum og á árunum 1947-48 stundaði
hún nám við Kvennaskólann á Blönduósi. Þá fór Kristín suður og starfaði við
ýmis störf í Reykjavík um tíma.
Árið 1954 eignaðist Kristín dóttur sína, Berg-
ljótu og bjuggu þær mægður hjá foreldrum Krist-
ínar fyrst um sinn eða allt þar til Kristín kynntist
eftirlifandi eiginmanni sínum, Gesti Pálssyni frá
Grund á Jökuldal og gengu þau í hjónaband árið
1963. Eignuðust þau þrjú börn, þau Guðrúnu
Halldóru, Maríu Páley og Aðalgeir Bjarka.
Hjónin fóru víða í hjúskapartíð sinni. Á
upphafsárum hjúskaparins bjuggu þau um tíma á
Akureyri, þá fluttust þau í Húnaver þar sem þau
störfuðu sem húsverðir. Síðar stunduðu þau
búskap bæði í Húnaveri og á Bergsstöðum.
Samhliða búskapnum ráku þau barnaheimili á
Bergsstöðum fyrir félagsmálastofnun Reykjavíkur og Akureyrar og var þegar
flest var um 20 í heimili hjá þeim, oftast þó um 4-5 börn í sveit á sumrin.
Á Bergsstöðum bjuggu Kristín og Gestur fram til ársins 1989 en þá færðu
þau sig aftur í Húnaver um tíma. Þaðan lá leið þeirra til Blönduóss í íbúð eldri
borgara að Flúðabakka og leið þeim vel þar í um 6 ár. Árið 1998 fluttust þau
loks til Reykjavíkur vegna veikinda Kristínar og bjuggu í Kópavoginum í sama
húsi og Guðrún dóttir þeirra og fjölskylda hennar.
Kristín var húsmóðir af lífi og sál, bar ávallt hag annarra fyrir brjósti og
setti þarfir þeirra framar sínum eigin. Hún rak heimili fjölskyldunnar af mikilli
kostgæfni og fór enginn svangur frá borði hennar. Utan heimilis starfaði
Kristín á haustin í sláturhúsinu á Blönduósi í mörg ára.
Kristín hafði mikinn áhuga á lestri góðra bóka og voru Halldór Laxness og
Barbara Cartland í miklu uppáhaldi hjá henni svo sjá má að hún hafði víðan