Húnavaka - 01.05.2008, Síða 176
H Ú N A V A K A 174
smekk á bókmenntum. Kristín hafði einnig gaman af alls kyns tónlist og
sérstakt dálæti hafði hún á Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps.
Árið 1972 veiktist Kristín af sykursýki og sá sjúkdómur setti mark sitt á líf
hennar upp frá því. Engu að síður var Kristín ekki kona sem kvartaði, ef hún
var spurð um eigin líðan gaf hún lítið upp með það og var fljót að eyða slíku
tali. Árið 2000 fótbrotnaði hún illa og má segja að hún hafi glímt við afleiðingar
þess upp frá því. En því sem og öðrum áföllum í lífinu tók Kristín af miklu
æðruleysi. Undir hið síðasta dvaldi Kristín á hjúkrunarheimilinu Grund sök-
um veikinda sinna. Eftir situr minningin um mæta og merka konu.
Kristín var jarðsungin frá Digraneskirkju 17. október.
Sr. Íris Kristjánsdóttir.
Kristján Kristjánsson,
Steinnýjarstöðum
Fæddur 3. ágúst 1934 – Dáinn 10. október 2007
Kristján Kristjánsson fæddist í Hvammkoti í Skagahreppi. Foreldrar hans voru
Kristján Guðmundsson bóndi, 1896-1979 og Guðríður Jónasdóttir, 1908-1982.
Kristján var elstur í sex systkina hópi en systkini Kristjáns eru: Sigurlaug, fædd
1935, María, fædd 1937, Sigurbjörg, fædd 1938, Ásta, fædd 1941 og
Guðmundur, fæddur 1944. Lifa þau öll bróður sinn.
Kristján kvæntist þann 2. ágúst 1964 Árnýju Margréti Hjaltadóttur, fædd
1939, frá Skeggja stöðum í Skagahreppi. Hún er dóttir Hjalta Árna sonar
bónda á Skeggjastöðum og konu hans, Önnu
Lilju Magnúsdóttur sem nú er látin.
Kristján og Árný eignuðust 4 börn. Elst er
Anna, fædd 1965, maður hennar er Gunnar Már
Ármannsson. Næstur er Kristján Steinar, fæddur
1966, kona hans er Linda Björk Ævarsdóttir.
Næst yngst er Guðríður Ingunn, fædd 1968,
maður hennar er Sævar Freyr Þorvarðarson.
Yngstur er Hjalti, fæddur 1972, kona hans er
Sveinbjörg Snekkja Jóhannesdóttir.
Í Skagahreppi ól Kristján allan sinn aldur.
Hann fæddist og ólst upp í Hvammkoti en fluttist
15 ára gamall með fjölskyldu sinni að
Steinnýjarstöðum þar sem hann bjó alla tíð síðan.
Ungur lærði hann að vinna og tók virkan þátt í
bústörfunum af lifandi áhuga en þau áttu eftir að verða hans aðalstarf á
ævinni. Eins og venja var á þessum tíma gekk hann í skóla í sveitinni en
Kristján hafði mjög gaman af því að læra, var áhugasamur og námfús. Þegar
hann var 18 ára fékk hann tækifæri til að fara einn vetur í smíðaskóla að Hólmi
í Landbroti. Þar lærði hann smíði og einnig bóklegar greinar og hafði mikla
ánægju af. Þegar formlegri skólagöngu lauk hélt Kristján áfram að mennta sig