Húnavaka - 01.05.2008, Page 178
H Ú N A V A K A 176
myndarlegt sauðfjárbú en snöggt skipast veður í lofti og þau misstu allan
fjárstofn sinn úr mæðiveiki. Þá var fátt annað að gera en að bregða búi, freista
gæfunnar á nýjum stað og byggja þar upp líf sitt
að nýju. Gunnar fluttist með foreldrum sínum, 12
ára gamall, af jörðinni, fóru þau með
strandferðaskipinu Esjunni árið 1937 og var
ferðinni heitið til Skagastrandar þar sem Gunnar
átti eftir að ala allan sinn aldur.
Gunnar vann við uppbyggingu síldarverk-
smiðjunnar, hafnargerð, á síldarplani, við uppskip-
un og beitningu og almenn verkamannastörf
áð ur en hann byrjaði að keyra en áhugi hans
beindist einkum að tækni og vélum. Hann fékk
fljótt áhuga á vörubílum, gerðist vörubílstjóri og
varð það hans ævistarf. Gunnar átti marga
vörubíla um ævina en hann var fyrst og fremst
Scania-maður og minnast hans án efa margir fyrir jakkana sem hann klæddist
gjarnan sem voru kyrfilega merktir Scania í bak og fyrir. Hann hugsaði vel um
bílana sína, sinnti öllu viðhaldi sjálfur og alltaf voru bílarnir stífbónaðir.
Gunnar keypti suðurendann í Lundi árið 1969 og bjó þar til ársins 2005.
Gunnar missti konu sína árið 1991 eftir erfið veikindi og það var honum mikið
áfall. Síðustu æviárin bjó Gunnar á Dvalarheimilinu Sæborgu og undi sér vel
þar. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi.
Útför Gunnars Helgasonar var gerð frá Hólaneskirkju 27. október 2007.
Sr. Fjölnir Ásbjörnsson.
Haraldur Karlsson
frá Litladal
Fæddur 27. október árið 1922 – Dáinn 30. október 2007
Haraldur Karlsson fæddist í Reykjavík. Foreldrar hans voru hjónin, Guðrún
Sigríður Þorsteinsdóttir, 1898-1970 og Karl Haraldur Óskar Þórhallason,
1890 - 1974. Haraldur var elstur í hópi níu systkina. Hann sleit barnsskónum
í Reykjavík og fór snemma að vinna fyrir sér við ýmis störf. Hann stundaði
húsa smíðanám hjá Guðbjarti Jónssyni, húsasmíðameistara, lauk því og hafði
mikla atvinnu af framkvæmdum æ síðan.
Haraldur kvæntist Elínu Ólafsdóttur, 1929-2000, frá Litladal í Svínavatns-
hreppi. Foreldrar henn ar voru hjónin, Hallfríður Ingveldur Björns dóttir og
Ólafur Jónasson í Litla dal.
Haraldur og Elín bjuggu blönduðu búi í Litla dal á árunum 1950-1963. Alla
tíð eftir það bjó Har ald ur í Reykjavík.
Börn Haraldar og Elínar eru sjö að tölu: Karl Þórhalli, Hallfríður Ólöf,
Sigrún Ásta, Hjálmar, Jónas, Kristbjörn og Sigríður.
Haraldur eignaðist sjö börn með Guðrúnu Sigurvaldadóttur, 1925-2007,