Húnavaka - 01.05.2008, Síða 186
H Ú N A V A K A 184
vorið. Stafalogn og hiti fór í 18 stig.
Sólskinslaust þann 15. og 15 stig.
Logn um kvöldið og skúrir fóru með
Öxl og Svínadalsfjalli. Hiti fór í 19 stig
16. Svalara 17., náði þó 11 stigum,
ekki náði að rigna en var þungbúið.
Lognværð um kvöldið og þoka heim
að bæ.
Þann 18. hef ég skrifað; „sem betur
fer hefur eitthvað suddað úr þokunni
í nótt”. Hitinn fór í 20 stig þann 18.
og 19 stig þann 19. Áfram hélt
góðviðrið 20.-26. og hiti þegar best lét
um hádaginn 15-18 stig. Að morgni
26., kl. 5:00, var 2ja stiga hiti á mæli,
ég hafði mér til tilbreytingar farið
snemma á fætur og sá hélu hér upp á
hólnum. Um daginn gerði svo sólskin
með norðan gjólu. Hiti komst í 15 stig.
Stefán sló miðjuna á gamla túninu.
Þann 27. náði hiti aðeins 11 stigum
og mér þótti kalt. Þó komið væri logn
um kvöldið og sól hátt á lofti var hiti
aðeins 7 stig. Þrír síðustu dagar júní,
28., 29. og 30. hver öðrum betri, há -
marks hiti í sömu röð 19 - 22 - 24 stig.
Þannig kvaddi þessi sólríki mánuður
árið 2007.
Júlí.
Fyrsta júlí var lognvær morgun og
þoka heim undir bæ. Ég brá mér í
göngutúr í næturdögginni og naut
þess að hlusta á mófuglakliðinn.
Spóinn og rjúpukarrinn vöruðu
granna sína mjög við þessum gesti.
Aldrei hafði ég gengið um jafn þurr
mýrardrögin hérna norðan við túnið.
Hitahámark dagsins 18 stig.
Norðangjóla og þoka með fjöllum
2. júlí, hiti komst í 12 stig. Sólskinsdagur
3. og hiti 17 stig. Þokukólga þann 4.
og sleit dropa úr henni síðdegis, hiti 8
stig. – Ljúfur góðviðrisdagur sá 5.,
gerði góða regnskúr síðdegis. Gróð-
urins vegna var regn fagnaðarefni.
Fagur sólskinsdagur sá 6., hitahámark
19 stig. Þokudagur 7. og norðankul,
hiti 11 stig hér heima en við skruppum
upp á Hveravelli. Þar var sólskin og
17 stiga hiti.
Áfram hélst góðviðrið, 9. og 10. fór
hiti í 15 stig. Næstu dagar 11-15 stig.
Þurrviðri og sólskin þó bakki hyldi
gjarnan sýn til Stranda, hitahámörk
daganna 15-19 stig. Hámark sumar-
dýrðar 16. og 17. og hiti 20-21 stig.
Góður dagur en alskýjað 18., hiti 17
stig. Sá 19. var góður regndagur, hiti
14 stig.
Þá var svo komið að ég fagnaði
regni. Sá 20., góður dagur fyrir gróður,
bæði sólskin og regn og hiti 17 stig.
Enn einn dýrðardagur og hiti 20 stig
skrái ég 21. Hver dagur öðrum betri
22.-26. Ég tók upp fyrstu kartöflurnar
24. og hiti fór í 22 stig þann dag.
Svöl norðangjóla að kvöldi 27. og
Mynd af sírenunni minni í hásumardýrð
2007. Ljósm.: Sigríður Höskuldsdóttir.