Húnavaka - 01.05.2008, Síða 187
185H Ú N A V A K A
þokuruðningur með fjöllum eftir
hlýjan dag, hiti 16 stig. Að morgni 28.
sá á kartöflugrösum eftir svala nótt.
Hiti komst í 12 stig og gerði fegursta
veður um kvöldið. Annan morgun í
röð 29. sá ég hélu á jörð. Hiti komst í
15 stig. Bleytti vel um kvöldið, ég
fagnaði rekju vegna gróðursins sem
farinn var að láta á sjá eftir langvarandi
þurrka og hita. Hlý og vot var
aðfaranótt 30., hiti 10 stig, kl 6:00 að
morgni. Norðanandvari og þurrt að
kvöldi 31., hiti 8 stig um lágnættið.
Ágúst.
Norðankul og þokuruðningur með
fjöllum þann 1. Náði þó að birta til
um hádaginn og sá til sólar, hiti fór í
11 stig. Féll í 5 stig um kvöldið og
gerði sudda-þoku. Svöl þótti mér
norðvestan golan að morgni 2., allt
virtist þurrt eftir nóttina og strax kl. 8
var hitinn 7 stig. Komst í 18 stig er
best lét í glaðasólskini sem naut til
sólseturs. Fagurt kvöld og mikill
kvöldroði. Hámark dagsins 11 hita-
stig.
Grár og svalur sá 4. Hér bleytti
steina nokkrum sinnum. Hiti náði 10
stigum. Fagur dagur og lognvær sá 5.
og hiti komst í 16 stig. Sólin settist bak
við há Grænuhlíðarbunguna kl. 22:15.
Góður sá 6., hiti 16 stig um hádaginn
og 10 stig um lánættið, kl. 00:30,
fagurt kvöld. Dagarnir 7.-8.-9. hver
öðrum betri og hitahámark í sömu
röð 19 – 17 – 19 stig. Þoka heim að
túni 10. og allt sudda-vott. Hiti komst
í 12 stig. Þoka heim að bæ um kvöldið
og logn. Þokusuddi um nóttina.
Hiti komst í 8 stig 11. Sólskin og
blíða allan 13. og hiti fór í 17 stig.
Svalur en fagur sá 14., hiti 11 stig.
Þurrkur og góðviðri hélst 15.-20.
Langþráð blessuð rigning 21., það
streymdi úr lofti í lygnu og hlýju veðri.
Góður dagur 22. en mikið rigndi um
morguninn. Nokkuð stíf suðvestan
gola 23. og hiti 10 stig. Nú var sem
sagt liðinn þessi óvanalegi þurrkatími
sem hafði víða valdið vatnsþurrð í
beitarhólfum og jafnvel sá á gróðri
þar sem jarðvegur er þurr og þunnur
svo sem á túnum sem ræktuð hafa
verið á söndum eða melum.
Vottaði fyrir hélu í skuggum að
morgni 27. Engin merki um frost 28.,
glaðasólskin og heiðskírt, stafalogn og
gott skyggni á Strandir. Um kvöldið
rigndi. Stórviðralaust kvaddi ágúst
29.-31. Hér í mínu nágrenni voru ber
óvenju smá og því seinlegt að tína þó
urmull væri af þeim.
September.
September heilsaði með mildu
regni. Allhvasst þann 4. Mildur og
góður haustdagur 5. og hámarkshiti
12 stig. Góðviðri 6. og það stytti upp
síðdegis. Suðvestan skúrir síðdegis 7.
og hiti komst í 11 stig. Góðviðri 8., hiti
11 stig og rigndi drjúgt síðdegis. Það
rigndi 9. og 10., hiti var 10 stig á
láglendi. Rok um miðjan þann 10.
Birti upp og gerði lognblíðu 11. og þá
sást að gránað hafði í fjöll liðna nótt.
Drjúgt rigndi 12., hiti 8 stig. Rok og
kalsaregn 13., hámarkshiti 5 stig.
Langadalsfjall hvítt í miðjar hlíðar um
kvöldið og hiti þá eitt stig. Logn og
sólskin 14., dýrðlegt veður, hiti komst
í 10 stig. Sá 15. þurr en svalur, hiti 5
stig. Svalir og vætusamir voru 16. og
17. og sólar naut lítið.
Góðir dagar 18. og 19., þokkalegt
veður og hlýtt, 10 stig hiti. Svipað
veður 20.-21. –Gránaði í fjöll 22. Það
varð að skafa snjó af vegi
Öxnadalsheiðar að morgni 23. og
hífandi rok á Kjalarnesi. Éljagangur