Húnavaka - 01.05.2008, Side 188
H Ú N A V A K A 186
24. Tíðindalítið 25.-26. „Vorylur“ 27.
og hiti fór í 15 stig. Mildir haustdagar
28.-29.-30., hiti komst í 11-12-7 stig.
Mildilega kvaddi september.
Október.
Hlýr var 1. október, hiti náði 11
stigum, sunnangola og rofaði til sólar
af og til. Gerði þó ruddadembur um
miðjan daginn. Mildir dagar 2.-4.
Mikið kalsaregn þann 5. og kalla
mátti norðanhríð aðfaranótt 6. Lög-
reglan á Blönduósi varaði við skaf-
renningi og hálku. Skaflar á
Kag að ar hóli. Sólbjartur logndagur í
Mosfellsbæ sá 7. Þurr sá 8. Drjúgt
rigndi 9.-11. í Mosfellsbæ.
Sólbjartur dagur var 12. og ég á
heim leið með „rútunni”. Hvergi veru-
lega hvasst á leiðinni norður nema á
Borgarfjarðarbrúnni. Samfellt sólskin
eftir að kom í Hrútafjörð. Skafl sá ég
ekki í byggð fyrr en á Stóru-Giljártúni.
Kýrnar á Torfalæk úti á túni. Hámarks-
hiti dagsins 14 stig. Snjófláki hérna úti
á bæjarhólnum á Kagaðarhóli á stærð
við stórgripshúð, annars autt á
láglendi. Einhver snjór í skurðum.
Blanda mórauð. Hiti komst í 12 stig
þann 13. Góður haustdagur 14. Svalur
var 15. og vottaði fyrir gráma í rót.
Hiti náði 1 stigi. Stillir svalir dagar 16.
og 17. með 6 stiga frostnótt á milli.
Hlýr skúradagur sá 18. Hlýr sem
hásumardagur 19. og hiti komst í 12
stig. Hífandi rok 20. Svínvatn rauk en
hlýtt var, 10 stig. Regnslúð og kafþykkt
loft 21., hiti 4 stig. Hlýr dagur 22. og
hiti komst í 10 stig. Snjólína í miðjum
hlíðum eftir gærdaginn.
Mörg sýnishorn þann 23., hiti náði
10 stigum, snjórinn frá 21. horfinn úr
hlíðum þar sem ég sé til. Ég sá tvo
þresti úti í garði. Suðvestan rok um
kvöldið. Mildir haustdagar 24. og 25.
Stilltur dagur 26. og tók upp grámann
af láglendi, hiti 5 stig.
Það gránaði aftur í fjöll næstu nótt,
aðfaranótt 27. Þann dag tók ég upp
síðustu kartöflurnar í 4 stiga hita.
Hvítt út að líta 28. og eins stigs frost.
Að morgni 29. var 6 stiga frost og fór
í 7 stig. Dró úr frosti er á leið daginn,
2ja stiga frost um kvöldið. Þriðji
dagurinn sem þessi snjóföl liggur, hef
ég skrifað þann 30. Hafratjörn hemuð
31., hífandi austan rok. Frost allan
daginn 4 stig, lægði um kvöldið.
Nóvember.
Að morgni 1. nóvember var 9 stiga
frost hér á Kagaðarhóli, mér þótti
snjallkalt. Stefán flutti mig á Blönduós
í veg fyrir Guðrúnu, dóttur okkar, sem
kom frá Hólum og lét af vetrarfæri á
Þverárfjalli. Við héldum sem leið
liggur suður yfir Holtavörðuheiði.
Færið var gott og snjólítið á heiðinni
og frostlaust er kom suður í Norð-
urárdal. Sunnanrok á Kjalarnesi.
Nú dvaldi ég í Mosfellsbæ næstu
tvær vikur og skráði mína „veður-
dagbók“ þar. Mildir dagar 2.-16.
nóvember. Löngum 5-6 stiga hiti,
hámark 8 stig. Frost þó 1 stig nóttina
milli 10.-11. nóvember. Blíðviðri í
Mosfellsbæ þann 15., hiti 9 stig. Ég
hlustaði á veðurathuganir í útvarpi,
þar sagður 11 stiga hiti á Blönduósi en
12 stig á Akureyri og Siglunesi.
Heima á Kagaðarhóli voru fyrstu
heyrúllurnar gefnar folaldsmerunum
4. nóvember en það var ekki fyrir
jarðbönn heldur vegna þess að í
hópnum var hryssa sem kastaði 26.
september. Mikið rigndi í Mosfellsbæ
16. nóvember og oftar rigndi drjúgt
þessa mildu haustdaga.
Við Stefán vorum á heimleið frá
Mosfellsbæ þann 16. – „Tjaldahópur