Húnavaka - 01.05.2008, Page 189
187H Ú N A V A K A
naut lífsins í fjörunni við Kollafjörð og
gæsahópar breiddu sig um túnin á
Kjalarnesi. Ég sá stóran gæsahóp
fljúga í norðurátt yfir Esjunni. Þær,
eins og ég, fylltust vorhug og bjartsýni
í góðviðrinu.“ – Orðrétt upp úr dag-
bók.
Éljagangur og allstífur stormur
þann 17., frost um morguninn 1 stig
og komið í 5 stig um kvöldið. Laxárvatn
hemað að morgni 18. nóvember,
sólskin þann dag og dró úr frosti,
hægviðri og í frostmarki um kvöldið.
Mildir dagar 19. og 20. og hemið
hvarf af Laxárvatni. Við Stefán
„fórum suður“, vorblíða alla leið.
Blíður sólskinsdagur í Mosfellsbæ var
21., sólar naut sem unnt er á þessum
árstíma, frost við jörð í Mosfellsbæ og
héla á jörð eftir stillta nótt.
Rok og rigning, slagviðri að morgni
23. Um kl. 11 komið besta veður. Við
Stefán fórum heim að Kagaðarhóli.
Hér heima var hægviðri, engin úrkoma
um miðjan daginn og autt í byggð.
Um kvöldið rokhvessti. Hvítgrátt út
að líta 24. Laxárvatn aftur lagt, þó
vök vestur af Smyrlabergi, það sést
svo vel þegar snjóföl er á ísnum.
Snjallkalt um kvöldið og frost 10 stig.
Glampandi tunglskin. Að morgni 25.
sunnanandvari á Kagaðarhóli, frost 9
stig. Tunglið veður í skýjum. Ég tók
daginn snemma, hygg enn á suðurferð
síðar hluta dags. Ferðin greiddist vel
þrátt fyrir hífandi rok undir
Hafnarfjalli, ofsarok á Kjalarnesi og
úrhellisregn.
Rok og rigning í Mosfellsbæ að
morgni 26. Stillti til síðdegis og frysti
um nóttina. Hæglætis veður 27. og
gerði hundslappadrífu síðdegis.
Snjóhula og svellgljái yfir allt að
morgni 28. en engin úrkoma, hiti í
frostmarki. Hæglætisveður að morgni
29., hífandi rok og regndembur
síðdegis, snjó og klamma tók upp í
Mosfellsbæ. Stinningsgola og skúrir
30., bætti í vind síðdegis og regn. Frost
um kvöldið 2 stig.
Hauststillur við Flóðið í Vatnsdal. Ljósm.: Jón Sig.