Húnavaka - 01.05.2008, Qupperneq 190
H Ú N A V A K A 188
Desember.
Alautt á láglendi í Mosfellsbæ. Frost
2 stig að morgni, 3ja stiga frost um
kvöldið. Að morgni 2. des er kominn
2ja stiga hiti og stíf austan gola en
úrkomulaust. Norðan-kólgu-þoku-
bólstr ar á Esjubrúnum.
Fært um Þverárfjall að morgni. Ill-
keyrandi um utanverðan Langadal
um kvöldið. Snjór yfir allt í Hjaltadal,
hríðargarg á Kagaðarhóli.
Stillt og tveggja stiga frost að
morgni 3. desember í Mosfellsbæ.
Sólar naut sem unnt var eftir árstíma.
Það var autt í byggð en snjóhrafl í
Esjubrúnum. Skafheiður himinn,
sólar naut í röska þrjá tíma en svalt
var úti. Norðaustan gola og 6 stiga
frost um kvöldið. Talaði við Stefán
heima á Kagaðarhóli, þar var frostið
komið í 13 stig, vonandi
„hlákubitran“hugsaði ég.
Að morgni 4. des var í frostmarki
og slydduregn í Mosfellsbæ, sporrækt í
snjó en það rofaði til og hiti fór í 3 stig
og snjór hvarf af grundum Reykja-
lundar. – Þennan góða dag var þak-
plat an steypt á Laxatungu 1 í
Leir vogstungu. Mildur var 5. des.
Alhvítt af snjó þann 6. og frost 3 stig
um kvöldið. Meinlítið veður í Mos-
fellsbæ 7.-10. og frost 4-6 stig. Heima
á Kagaðarhóli var 10 stiga frost 9.
desember en 4 stig hér í Mosfellsbæ.
Að kvöldi 10. desember gerði slagviðri,
rok og regn, hiti 2 stig. Vindhraði á
Hafnarmelum fór í 64m/sek., það
mesta síðan mælingar hófust þar.
Góðviðrisdagur í Mosfellsbæ sá
11., smáskúrir, lygnt og hlýtt, hiti 4
stig. –Autt í byggð þann 12., skaplegt
veður og 2ja stiga hiti. Aftur ofsarok
aðfaranótt 13. Desemberveðrið datt
niður um morguninn, gerði haglél og
frysti. Brjálað rok og ausandi regn 14.
en hiti komst í 6 stig, eftir fylgdi kyrrlát
nótt og gránaði í rót.
Hægviðri og úrkomulaust 15.
desember, ég fór heim að Kagaðarhóli.
Milt og úrkomulaust 16. desember,
snjó að taka upp, hiti 4-6 stig. Hlýtt og
skúrir 17. Ísinn á Laxárvatni gljáði,
hiti 4-7 stig. Ofsarok og rigning
aðfaranótt 18. desember en hlýtt og
skaplegt veður er birti og hiti 2 stig
um kvöldið. Með birtingu þann 19.
bætti í vind og fór að rigna. Næsta
nótt hlý sem vornótt, hiti 7-9 stig,
aðeins gola og einhver suddi.
Mildur var 20. desember. Lengi
dags logn og 9 stiga hiti. Komin
vestangola um kvöldið. Góðviðri 21.
og milt, hiti 1-4 stig. Tunglskinsbjört
nótt, hægviðri og frost 1-2 stig. Að
morgni 22. hengdi ég út þvott í
sunnangolu, fékk hann þurran fyrir
hádegi. Það gránaði í rót um kvöldið,
frost 2 stig. Gráhvítt út að líta 23. og
24., frost 7 stig að morgni 24. og
svolítið bætti á snjó um kvöldið. Stillt
og fögur jólanótt, tunglskin.
Gott vetrarverður 25., frost 4 stig.,
logn lengst af degi, smá snjóél síðdegis,
frost 2 stig. Stillt fyrrihluta dags 26.,
frost 2 stig, mylgraði niður snjó í logni.
Það var svo sem 10 cm jafnfallinn
snjór á stéttinni eftir nóttina, ég hafði
sópað hana hreina kvöldið áður.
Norðaustan skafrenningur síðdegis.
Heldur lægði seint um kvöldið, frost 5
stig, einhver snjóél og skafrenningur
um nóttina. Hvít voru jólin og enn
bætti á 27. í 6-7 stiga frosti. Frost 9-10
stig og stilla 28., kominn mikill snjór.
Köld og stillt nótt. Að morgni 29. var
14 stiga frost en engin merki um
úrkomu eða vind, skóf og næddi
síðdegis en dró úr frosti. Hífandi rok
af suðri 30. desember, kominn tveggja