Húnavaka - 01.05.2008, Page 192
H Ú N A V A K A 190
á svæðinu með því að setja upp ljós í
eyjar og stéttar. Einnig var gengið frá
1000m² gróðursvæðum.
Tvö parhús voru gerð fokheld við
Smárabraut. Þá var flutt inn í eina
íbúð af fjórum og er þetta í fyrsta
skipti síðan um 1990 að nýtt íbúðar-
hús er tekið í notkun. Gengið var frá
undirstöðum fyrir íbúðarhús á Sunnu-
braut. Þá var byggð vörugeymsla við
Efstu braut 2 sem tilheyrir Léttitækni.
Nokk uð var um viðbyggingar við
íbúð ar hús og sólpallar spruttu upp vítt
og breitt. Byggt var við eitt hesthús
uppi í Arnargerði og fjárhús á
Miðgili.
Nýja bílastæðið við grunnskólann
var malbikað og lagðir kantsteinar. Á
Þingbrautina var lögð klæðning og er
þá leiðin upp á Brekku orðin betri til
aksturs en áður hefur verið.
Lokið var við viðbyggingu leikskól-
ans Barnabæjar á haustdögum og var
aðalverktaki Stígandi ehf. Leikskólinn
var stækkaður um 185,6 m² á einni
hæð en eldri hlutinn var 263,8 m² auk
129,6 m² kjallara. Þá er verönd við
suður endann og er hún ætluð fyrir
barna vagna og ýmsa útiveru.
Skipt var um jarðveg í hluta Smára-
brautar á um 50 m kafla. Lagðar voru
nýjar lagnir í götuna. Fjögur íbúðarhús
og eitt iðnaðarhús fengu tengingu við
kaldavatns- og frárennsliskerfi bæjar-
ins. Þá var gert við margar eldri vatns-
lagnir í bænum.
Sveitarfélagið hóf undirbúning að
byggingu sundlaugar við Íþróttahúsið
á Blönduósi í byrjun árs. Haldinn var
fundur með íbúum um málefni sund-
laugar í mars og undirbúningur settur
á fullt. Í lok árs var vinna hafin við að
teikna bygginguna. Sundlaugin sjálf
verð ur 8,5 m x 25 m að stærð. Auk
þess verða byggðir tveir heitir pottar,
vað laug, rennibraut, gufa og aðstaða
fyrir lík ams rækt.
Sorphirða var á vegum verktakans
Sorphreinsunar Vilhelms Harðarsonar
og sá sami aðili um móttöku og urðun
á Draugagilssvæðinu upp úr áramót-
um. Sú breyting varð á sorphirðu á
miðju sumri að sorpið er tekið á um
10 daga fresti frá íbúum í stað vikulega.
Morgunfundur hjá Vinnuskólanum á Bæjartorginu. Frá vinstri: Andrea, Guðlaug, Þóra,
Elísabet, Anna Sigríður, Ragnar Darri, Sara, Agnar Logi, Hilmar, Kristinn og Elías.
Ljósm.: Páll Ingþór.