Húnavaka - 01.05.2008, Síða 195
193H Ú N A V A K A
sölu var komin kaupandi inn an
skamms. Einnig hafa orðið
mikil eigna skipti með atvinnu-
húsnæði. Fast eigna verð hefur
hækkað og almenn bjartsýni
aukist.
Í byrjun október var nýr
bæjarstjóri, Arnar Þór Sævars-
son ráðinn til Blöndu óssbæjar
er Jóna Fanney Friðriks dóttir,
fráfarandi bæjarstjóri, tók við
starfi framkvæmdastjóra Lands-
móts hestamanna.
Arnar Þór Sævarsson, bæjarstjóri.
SKÝRSLA
STJÓRNAR
USAH 2007.
Starfsemi USAH var með svipuðu
sniði og undanfarin ár. 90. ársþing
USAH var haldið í fundarsal Samstöðu
þann 31. mars og var það ágætlega
sótt af aðildar félög um. Vorboðinn sá
um kaffiveitingar að venju. Gestir
þingsins voru Björn B. Jónsson frá
UMFÍ og Viðar Sigurjónsson frá ÍSÍ.
Íþróttamaður ársins 2006 var Hilmar
Þór Kárason en hann hefur þótt skara
fram úr í frjálsum íþróttum síðastliðið
ár. Eins og sjá má af skýrslum
aðildarfélaganna hefur starfsemin
víða verið í miklum blóma og hefur
barna- og unglingastarf verið stór
þáttur í starfinu.
Tvær breytingar urðu á stjórn
USAH, Auðunn Steinn Sigurðsson úr
Hvöt og Halldór Ólafsson úr Fram
létu af störfum og í stað þeirra komu
Hafdís Vilhjálmsdóttir úr UmfB og
Jófríður Jónsdóttir úr Vorboðanum.
Stjórn USAH er þannig skipuð: Valur
Magnússon, formaður, Þórunn
Ragnarsdóttir, varaformaður, Hafdís
Vilhjálmsdóttir ritari, Jófríður Jóns-
dóttir, gjaldkeri og Aðalbjörg Valdi-
mars dóttir, meðstjórnandi.
Frjálsíþróttaæfingar voru haldnar
einu sinni í viku frá áramótum til loka
aprílmánaðar í íþróttahúsinu á
Blöndu ósi og voru þær ágætlega sóttar,
um 15-20 krakkar á æfingu. Yfir
sumarið voru síðan haldnar æfingar á
íþróttavellinum á Blönduósi. Þær
æfingar voru ekki nógu vel sóttar og
kannski þarf að hafa þær á öðrum
tíma dagsins en gert var. Síðan var
aftur byrjað í haust á æfingum í
íþróttahúsinu á Blönduósi og voru
þær mjög vel sóttar, oft í kringum 30
krakkar, þjálfari var Steinunn Hulda
Magnúsdóttir og henni til aðstoðar í
haust var Birna Sveinsdóttir. Æfing-
arn ar gengu mjög vel, finnst börnunum
mjög spennandi að koma saman og
kynnast hinum krökkunum.
Framkvæmdastjóri var ráðinn
Jóhanna Guðrún Magnúsdóttir, tók
hún til starfa 1. júní og starfaði til 17.
ágúst. Jóhanna var í hálfu starfi á
skrifstofu félagsins að Húnabraut 4 en
skrifstofan er lánuð endurgjaldslaust
af Húnakaup hf. Sá hún einnig um öll
mót sem haldin voru innan hér aðs.
Landsmót UMFÍ var haldið í
Átök í teignum á Smábæjaleikunum.
Ljósm.: Auðunn Steinn.
USAH
U
N
G
M
EN
N
ASAMBAND AUSTU
R-H
ÚN
V
ET
N
IN
G
A