Húnavaka - 01.05.2008, Page 203
201H Ú N A V A K A
HÚNAKAUP.
Rekstur Húnakaupa var í föstum
skorð um á liðnu ári. Afkoma félagsins
er viðunandi en umsvif þess felast í
útleigu fasteigna sem hýsa versl anir
Samkaupa á Blönduósi og Skaga-
strönd.
Einnig er félagið stærsti einstaki
hlut hafinn í Vilkó og er þar í lykilstöðu
á meðal hluthafa og heldur fast við þá
stefnu að efla starfsemi Vilkó á Blöndu-
ósi.
Stefnt er að því að rekstur Húna-
kaupa verði með svipuðu sniði næstu
misseri en þó ljóst að umtalsverðar
breytingar hafa orðið á hluthafahópi
félagsins. Ámundakinn er, þegar þetta
er ritað, orðin stærsti hluthafinn. Ekki
eru áformaðar neinar stórar
framkvæmdir enda búið að gera það
sem gera þarf að sinni og koma
eignum félagsins í gott ástand og fegra
umhverfi þess.
Í stjórn félagsins eru: Sigurður
Jóhannesson, stjórnarformaður, Óskar
Jósefsson, ritari og Valgarður Hilmars-
son.
F.h. stjórnar Húnakaupa,
Sigurður Jóhannesson, stjórnarformaður.
VILKÓ.
Enn er haldið áfram uppbyggingu
Vilkó. Þrátt fyrir að rekstrarárið 2007
hafi einkennst af mjög harðri sam-
keppni á smásölumarkaði, samkeppni
sem gerði Vilkó mjög erfitt fyrir, háu
vaxtastigi í þjóðfélaginu sem hamlar
öllum framleiðslufyrirtækjum og
hækk un á hráefnum vegna hækkunar
á heimsmarkaðsverði og nú síðast en
ekki síst stjórnlausu falli íslensku krón-
unnar, ríkir bjartsýni hjá eigendum og
stjórnendum Vilkó.
Þrátt fyrir að rekstrarárið hafi verið
félaginu erfitt að mörgu leyti lítur nú
út fyrir bjartari tíma. Til að lifa þurfa
fyrirtæki að vaxa og dafna og því er
markvisst unnið að stækkun og eflingu
Vilkó svo félagið megi áfram vera
virk ur þátttakandi í atvinnulífi héraðs-
ins og ekki síður skila eigendum sínum
arði.
Á haustdögum 2007 ákvað stjórn
að fjárfesta í pökkunarvél sem pakkað
getur flestum afurðum félagsins og á
það eftir að skapa félaginu margvísleg
sóknarfæri. Vonir standa til að
pökkunarvélin verði komin í notkun á
vordögum 2008. Tilkoma hennar er
langþráð fyrir starfsfólk félagsins sem
sýnt hefur ótrúlega þolinmæði og
þrautseigju með því að handpakka
öllum framleiðsluvörum félagsins frá
því í brunanum mikla 2004.
Haustið var tími stórra ákvarðana
og að vandlega íhuguðu máli var ráð-
ist í það stórvirki að fjárfesta í vélum,
vörumerki, uppskriftum, viðskipta-
samn ingum ásamt lager unninna vara
og hráefna fyrir prima krydd. Sú
krydd lína hefur verið allnokkur ár á
markaði og hefur framleiðslan þegar
verið flutt norður á Blönduós og er til
húsa að Aðalgötu 9b. Nú vinna tveir
menn við framleiðsluna og hafa
tæplega undan að framleiða enda eru
um 80 tegundir af kryddum í þeirri
línu sem nú er framleidd.
Þegar hefur verið undirrituð vilja-
yfirlýsing við Ámundakinn ehf. um að
félagið taki að sér að byggja hús fyrir
kryddframleiðsluna, sem yrði við bygg-
ing við hús Vilkó, að Ægisbraut 1.