Húnavaka - 01.05.2008, Page 207
205H Ú N A V A K A
á slíku máli og í kjölfarið kom mál þar
sem flugeldur, sem búið var að eiga
við til að magna áhrif hans, var
sprengdur við heimili lögregl umanns
á Skagaströnd. Tóku þessi mál drjúgan
tíma og höfðu mikil áhrif á alla
starfsemi lögregl unnar svo og innviði
hennar.
Mál sem þessi eru ávallt erfið, ekki
síst í litlum samfélögum og ef fólk sem
hér býr samþykkir slíkar að ferð ir,
hvort sem það er með aðgerðarleysi
eða þögninni einni sam an þá er stutt í
lögleysu og „Sturl unga ástand“. Von-
andi hefur tekist að vinna úr þessum
málum en það er alveg ljóst að and-
varaleysi gagnvart ýmsum þáttum
getur leitt til atburða sem mikið tjón
getur af orðið eins og gerðist í þesssum
tilvikum.
Lögreglan hélt áfram starfi sínu að
umferðarmálum og vann að verkefni í
umferðarmálum sem stýrt er af ríkis-
lögreglustjóranum og umferðar stofu.
Sú breyting varð á að nú sá lög reglan
hér um svæðið frá Holta vörðuheiði og
norður á Öxnadalsheiði. Er þar um
tölu verða breytinu að ræða og aukn-
ingu á umfangi hvað þetta verkefni
áhrærir.
Hér eru nokkrar tölulegar upp lýs-
ingar sem teknar eru upp úr málaskrá
lögreglunnar.
Of hraður akstur ....................... 2660
Umferðaróhöpp .......................... 122
Umferðarslys ............................. 22
Meint ölvun og meint fíkniefna-
notkun við akstur ....................... 21
Skemmdarverk ........................... 25
Innbrot og þjófnaðir ................... 17
Fíkniefnamál ............................. 9
Þar er ekki um miklar sviptingar að
ræða og flestir málaflokkar á svipuðu
róli og fyrri ár.
Kristján Þorbjörnsson, yfirlögregluþjónn.
ÁMUNDAKINN EHF.
Starfsemi Ámundakinnar ehf.
markast af nokkrum meginatriðum
árið 2007. Nýbyggingin að Efstubraut
2, sem var leigð Vélsmiðju Alla ehf. og
Léttitækni ehf., var seld þeim í árs-
byrjun. Árið áður hafði Lagnaverk
ehf. keypt 120 m2. Hefur allt húsið nú
verið selt.
Í lok marsmánaðar keypti Ámunda-
kinn húseignina að Efstubraut 1,
(Særúnarhúsið), með það að markmiði
að koma þar á fót annarri atvinnu-
starfsemi. Þær tilraunir hafa ekki
ennþá borið tilætlaðan árangur en tvö
fyrirtæki leituðu eftir að hefja þar
rekstur en féllu frá því. Hins vegar
tókst að selja rækjuvinnsluvélarnar til
Spánar fyrir viðunandi verð en mark-
aður fyrir slíkan búnað er ekki góður
hér á landi. Einnig var neðri hæð
húss ins seld Björgunarfélaginu Blöndu
og hluti af efri hæðinni seldur Áfanga-
felli ehf. Í eigu Ámundakinnar eru um
750 m2 og þar af um 100 m2 frysti-
klefi.
Lokið er frumhönnun skrifstofu- og
íbúðarhúss að Hnjúkabyggð 31 en
með hliðsjón af aðstæðum í efnahags-
málum er það verkefni í biðstöðu.
Í lok september var undirritað
samkomulag við Hilmar Kristjánsson
og Valdísi Finnbogadóttur um kaup
Ámundakinnar á hlut þeirra í Stíganda
ehf. og tóku Finnbogi Hilmarsson og
Jóhannes Torfason sæti í stjórn
Stíganda fyrir hönd Ámundakinnar.
Á árinu 2005 samþykkti aðalfundur
Ámundakinnar að leita leiða til að
sameina Ámundakinn ehf. og Húna-
kaup hf. Viðræður stjórna félaganna
leiddu ekki til aðgerða þá, fyrst og
fremst vegna mismunandi sjónarmiða
hluthafa í Húnakaupum. Stjórn