Húnavaka - 01.05.2008, Page 211
209H Ú N A V A K A
nemendum í ungl inga-
deildinni. Eftir þá
heimsókn fór af stað
samstarf grunn skóla-
nema við Feyki og voru
birtar nokkrar greinar
frá nemendum í blað-
inu. Um haustið hélt
þetta samstarf áfram
og nemendur í fjöl mið-
lavali hafa verið dug-
legir að skrifa greinar
og fréttir sem birst hafa
á heima síð unni okkar,
Húnahorn inu og mjög
oft í Feyki.
Stjórn foreldra fél ags-
ins og bekkj arfull trú ar
allra bekkja skól ans
ákváðu að taka forskot á aðvent una
og halda ,,Að ventu dag” í skólanum
sunnu daginn 25. nóvember. Góð
mæt ing var og sjá mátti heilu fjöl-
skyldurnar föndra saman og mála
piparkökur. Nemendur 10. bekkjar
voru með kaffisölu og nokkrir nem-
endur voru með tónlistaratriði með
aðstoð Skarphéðins, skólastjóra tón-
listarskólans.
Af ofantöldu má sjá að alltaf er
nóg um að vera í Grunnskólanum á
Blönduósi. Ótalið er t.d. íþróttadagur
skólans, íþróttadagur grunnskólanna í
A–Hún., fjölmargar uppákomur
innan skólans, s.s. vorsýning,
fjölbreyttir vordagar, útihátíð, þrif
fyrir kosningar, litlu jólin,
skreytingardagurinn, dagur íslenskrar
tungu o.fl. En um allt þetta og margt
fleira er hægt að lesa um daglega á vef
skólans http://blonduskoli.is/ sem
aðstoðarskólastjórinn, hún Sigríður
Bjarney Aadnegard, sér um að halda
lifandi og líflegum.
Þórhalla Guðbjartsdóttir, skólastjóri.
FRÁ HÚNAVALLASKÓLA.
Skólabyrjun 2007.
Skólastarf hófst á nýju ári þann 4.
janúar með starfsdegi kennara.
Kennsla hófst daginn eftir. Á nýju ári
urðu breytingar á kennaraliði skólans.
Áslaug Inga Finnsdóttir og Valgerður
Guðrún Bjarkadóttir fóru í fæð-
ingarorlof. Þær Guðrún Bjarnadóttir
og Eva Therése Thörn tóku við
störfum þeirra.
Söngur og gleði.
Á skólaárinu kviknaði sú hugmynd
að hafa skólasöng á sal fyrir alla
nemendur einu sinni í mánuði. Arnar
Einarsson, fyrrverandi skólastjóri
Húnavallaskóla, samdi fyrir okkur
skemmtilegan skólasöng og tveir
kennarar settu saman hið glæsilega
sönghefti Húnavallaskóla sem ber
heitið „Gólína“. Söngelskir Hún-
vellingar voru hinir ánægðustu með
þessa tíma og fannst að þeir mættu
vera oftar.
Úr vorferðalagi Grunnskólans á Blönduósi.