Húnavaka - 01.05.2008, Page 218
H Ú N A V A K A 216
formaður, Kristín Ágústsdóttir
gjaldkeri, Kolbrún Zophonías-
dóttir ritari, Sigrún Kristófers-
dóttir, Hlíf Sigurðar dóttir,
Kristín Jónsdóttir og Stefanía
Garðarsdóttir.
Aðalbjörg Ingvarsdóttir.
KVENFÉLAGIÐ VONIN.
Kvenfélagið Vonin var
stofnað 19. mars 1927 að
Torfalæk. Stofnendur voru átta
konur úr Torfalækjarhreppi.
Fyrsti formaður var Ingibjörg
Björns dóttir, húsfreyja á
Torfalæk og mun hún hafa verið
aðalhvatamaður að stofnun félagsins.
Vonin átti áttatíu ára afmæli árið
2007 og minntist þess með myndarlegu
kaffisamsæti í Klausturstofu á Þing-
eyrum.
Settar voru upp nokkrar smá-
sýningar í tilefni afmælisins. Sýnishorn
af handunnum munum, t.d. dúkar
eftir Guðríði Guðlaugsdóttur á
Beinakeldu, sem voru ofnir á vefstól
sem kvenfélagið átti fyrrum og var
mikið notaður. Á ljósmyndasýningu
voru bæði svipmyndir úr starfi félagsins
og af félagskonum. Frammi lágu
fundargerðarbækur og fjárhagsbækur
félagsins, ásamt prentuðum fundar-
gerðum frá tugafmælisárum félagsins,
átta að tölu, þar sem lesa mátti um
hvað efst var á baugi hjá félaginu í
gegnum árin.
Vonarkonur buðu til sín konum úr
öðrum kvenfélögum í Austur-Húna-
vatnssýslu. Einnig heiðraði fél agið
með nærveru sinni Sig ur laug Garð-
arsdóttir Viborg, forseti Kvenfélaga-
sam bands Íslands.
Við komuna var för gestanna fyrst
beint í kirkjuna. Þar tók Erlendur
Eysteinsson á móti þeim, rakti
byggingarsögu kirkj unnar og sögu
ýmissa gripa sem hana prýða.
Að því loknu var haldið til
Klaust ur stofu þar sem Helga
Búadóttir, formaður, bauð gesti
vel komna.
Félaginu bárust heillaóskir,
blóm og góðar gjafir.
Við upphaf kaffidrykkju
sungu félagskonur Vonarinnar
eftirfarandi erindi sem Ingi-
björg Eysteinsdóttir hafði fært
félaginu.
Ingibjörg Eysteinsdóttir var gerð að heiðursfélaga.
Sýningargripir.