Húnavaka - 01.05.2008, Page 221
219H Ú N A V A K A
Tryggvi Jónsson. Valgarður Hilmars-
son gaf ekki kost á sér til áframhaldandi
setu í héraðsráði.
Tónlistarskólinn.
Nemendur Tónlistarskóla A-Hún.
voru alls 173 á skólaárinu 2007-2008
og skiptust þannig að á Húnavöllum
voru 53, Skagaströnd 39 og á
Blönduósi 81, þar af í söngdeild 15 og
nokkrir nemendur voru í hálfu námi.
Kennarar eru Skarphéðinn
Einarsson skólastjóri, Stefán Jónasson,
Þórhallur Barðason, Benedikt Blöndal,
Sólveig S. Einarsdóttir, Hugrún Sif
Hallgrímsdóttir, Jón Ólafur Sigur-
jónsson og Pál Barna Szapó.
Dvalarheimilið Sæborg.
Fríða Pálmadóttir hjúkrunar fræð-
ingur sem hóf störf forstöðumanns á
sl. ári sagði upp starfinu á haustdögum.
Nýr forstöðumaður var ráðinn Jökul-
rós Grímsdóttir sem hefur verið við
störf þar og meðal annars gegnt störf-
um forstöðumanns tímabundið. Á
Sæborg er heimild til rekstrar fimm
hjúkrunarrýma og sex dvalarrýma.
Ekki hefur tekist að fullnýta heimild-
irnar og hafa vistmenn farið lægst í
fimm á árinu 2007. Af þeim sökum
hefur verið verulegur halli á rekstr-
inum. Í lok ársins fékkst aukafjárveit-
ing vegna uppsafnaðs halla heimilisins,
kr. 8 milljónir.
Kvennaskólinn.
Á árinu hófust framkvæmdir við
endurbætur á Kvennaskólanum, skipt
var um þakefni á aðalskólahúsinu og
endurnýjaðar frárennslis- og dren-
lagnir. Samið var við Stíganda hf. um
framkvæmdina en húsafriðunar sjóð ur
hafði yfirumsjón með framkvæmd-
unum.
Endurskoðun á starfsemi.
Á árinu 2006 fór fram mikil umræða
um rekstur héraðsnefndarinnar og
hvert skuli stefna með rekstur hennar.
Þessi umræða hélt áfram á árinu 2007
í framhaldi af samþykkt fundar
héraðsnefndarinnar 13. des 2006.
Kristinn Kristjánsson var fenginn
til að gera athugun á hagkvæmni þess
að sameina grunnskóla í sýslunni og
skilaði hann greinargerð um málið.
Einnig var skoðað hvort sam staða
næðist um að fela héraðsnefnd rekstur
brunavarna og byggingar eftir lits í
héraðinu. Ekki náðist samstaða um að
fara þessa leið. Á fundi bæjar stjórnar
Blönduósbæjar þann 1. október 2007
ákvað bæjarstjórnin að segja upp
samningi um héraðsnefndina en lýsti
sig jafnframt reiðubúna til sam starfs
um einstök verkefni með stofnun
byggðasamlaga.
Í lok ársins náðist samkomulag um
fyrirkomulag á samstarfi sveitar-
félaganna og er nú unnið að útfærslum
og samningagerð. Þetta fyrirkomulag
byggir á því að héraðsnefndin verði
lögð niður og verkefni hennar færist til
sveitarfélaganna að hluta en stofnuð
verði byggðasamlög um þau verkefni
sem er samkomulag um að verði í
samrekstri.
Valgarður Hilmarsson.
FRÁ HEIMILISIÐNAÐARSAFNINU.
Rekstur safnsins skilaði jákvæðri
út komu árið 2007, eftir nokkurt tap
árið áður enda gætt ítrasta aðhalds.
Samt sem áður má segja að starfsemi
safnsins hafi verið lífleg.
Fyrir utan hinar hefðbundnu
skólaheimsóknir grunnskólabarna
fjölgaði heimsóknum barna í safnið
sem voru í textílmennt í sínum skóla.