Húnavaka - 01.05.2008, Síða 222
H Ú N A V A K A 220
Hver hópur fékk dálitla kennslu í
meðferð ullar, allt frá því að aðskilja
ullina í tog og þel, kemba, spinna og
að síðustu að setjast við vefstólinn og
vefa. Þessar heimsóknir eru kærkomnar
og gefandi, bæði fyrir starfsfólk og
börnin. Þá eru nemendur á öðrum
skóla stigum og sérskólum tíðir gestir,
sem þurfa oft mikla aðstoð og leið-
beiningu vegna námsverkefna. Einnig
fjölgar fyrirspurnum og heimsóknum
erlendra nemenda.
Geta má þess að amerískur pró-
fessor, dr. David A. James, kom sér-
staklega til að ljósmynda íslenska
þjóð búninga í safninu. Einnig dvaldi
hér daglangt sjónvarpsteymi frá Bost-
on og myndaði safnið í bak og fyrir í
tengslum við vinnu að heimildarmynd
um tískuhönnun á Íslandi.
Vornámskeið Fatex, félags textíl-
kennara á framhaldsskólastigi, fór að
hluta til fram í safninu og stóð í þrjá
daga. Reyndust safnmunir frjó upp-
spretta hugmynda til að hanna og
útbúa verkefni fyrir nemendur.
Töluverð vinna fer í að skrásetja og
forverja muni sem berast safninu á
hverju ári. Þá er einnig unnið að sam-
ræmdri skráningu á munum safnsins í
Microsoft Access gagnagrunn.
Svokallaðir opnir dagar voru haldn-
ir á Handverksdaginn, Safnadag og á
Húnavöku en þá sýndu konur hand-
brögð fyrri tíma í tóvinnu og hann-
yrðum. Upplestur úr nýjum jóla bókum
á aðventu í safninu mælist vel fyrir.
Sýning Hildar Bjarnadóttur mynd-
listarkonu vakti verðskuldaða athygli
og er ljóst að þessi árlegi viðburður að
hafa nýja einkasýningu í safninu vekur
eftirtekt.
Á hverju ári berast safninu góðar
gjafir sem oftast eru merkir munir og
má þar að þessu sinni nefna sérstaklega
skautbúning og möttul sem systurnar
Bergljót, Hrafnhildur, Valborg og
Her dís Baldvinsdætur gáfu til safnsins
en hvort tveggja var í eigu langömmu
þeirra, Kristínar Jónsdóttur (1850-
1937), ættaðri frá Breiðabólsstað í
Vesturhópi.
Næst möttlinum standa gefendurnir – systurnar Bergljót, Hrafnhildur, Herdís og Valborg
Baldvinsdætur, þá Oddný Kristjánsdóttir og Hildur Rosenkjær frá Þjóðbúningastofu. Næst
búningnum – Elín S. Sigurðardóttir, forstöðumaður safnsins og formaður stjórnar, þá Val-
garð ur Hilmarsson, Björn Magnússon, Þórdís Hjálmarsdóttir og Björg Bjarnadóttir sem
öll eiga sæti í stjórn safnsins og á endanum er Rannveig Gísladóttir, sumarstarfsmaður
safnsins.