Húnavaka - 01.05.2008, Side 223
221H Ú N A V A K A
Þá bárust Heimilisiðnaðarsafninu
einnig minningargjafir, annars vegar í
tilefni 85 ára ártíðar Sesselju Svavars-
dóttur frá Saurbæ í Vatnsdal og hins
vegar vegna andláts Aðal bjargar Þor-
grímsdóttur frá Holti á Ásum en
báðar þessar konur störfuðu mikið
fyrir safnið fyrr á árum.
Verður að segjast að það er okkur
sem að safninu stöndum mikil hvatning
að finna þann hlýhug og velvilja sem
safninu er sýndur með slíkum gjöf-
um.
Rúmlega þrjú þúsund manns heim-
sóttu safnið á liðnu ári og er nokkuð
víst að heimsóknir safngesta hafa
keðju verkandi áhrif til annarrar
þjónustu og umsvifa í byggðarlaginu
og því mikilvægt að efla og standa
vörð um Heimilisiðnaðarsafnið á
Blönduósi.
Elín S. Sigurðardóttir, forstöðumaður.
FRÁ HÉRAÐSSKJALASAFNINU.
Tölvuskráningar á gögnum sem
safnið varðveitir hafa gengið vel. Þetta
er seinlegt verk og vandasamt en mik-
ið er óunnið. Þessi skráning á tölvutækt
form flýtir mjög fyrir leit að því sem
fólk er að spyrja um og finna þarf.
Heimsóknum á skjalasafnið hefur
fjölgað eða voru eitt hundrað og sex á
árinu, fyrir utan símhringingar og
tölvupóst. Allmikið er spurt og leitað
að myndum. Fólk er að leita gagna
um ættingja og vini úr sínu gamla
sveitarfélagi. Líka er heimilda aflað
héðan úr safninu og fengnar myndir
að láni til að birta í bókum eða ritum
sem síðan eru gefin út og er það mjög
ánægjulegt.
Skjalavörður vill þakka öllum þeim
sem hafa komið færandi hendi til
safnsins og hvetur Húnvetninga til að
gera enn betur og koma hingað
bókum og ýmsum pappírum sem víða
leynast. Þetta er ómetanlegur fjár sjóð-
ur fyrir samfélagið þegar tímar líða,
hvað varðar þróun á högum fólks og
aðbúnaði.
Þrettán manns afhentu safninu
ýmiss konar gögn, bréf, fundar gerða-
bæk ur, skjöl og myndir:
Þorleifur Ingvarsson, Sólheimum.
Stefán Á. Jónsson, Kagaðarhóli.
Jón B. Bjarnason, Ási.
Valgerður Guðmundsdóttir, Blönduósi.
Knútur Berndsen, Hnitbjörgum.
Þórhildur Ísberg, Blönduósi.
Oddný María Gunnarsdóttir, Blönduósi.
Ingibjörg Karlsdóttir, Blönduósi.
Ingibjörg Eysteinsdóttir, Beinakeldu.
Sigbjörn Jóhannesson, Egilsstöðum.
Jóhanna Harðardóttir, Blönduósi.
Þorsteinn Antonsson, Hveragerði.
Gerður Hallgrímsdóttir, Blönduósi.
Sýslumannsembættið á Blönduósi.
Svala Runólfsdóttir.
FRÁ HÉRAÐSBÓKASAFNINU.
Opnunardagar safnsins voru heldur
færri á árinu 2007 en verið hefur eða
111 dagar og skráðir safngestir voru
2.101.
Vegna forfalla forstöðumanns safns-
ins var Katharina A. Schneider ráðin
í 50% starf sl. haust.
Útlán á árinu urðu sem hér segir:
2007 2006
Barnabækur ........... 751 1.073
Skáldverk ................ 2.689 3.063
Flokkabækur .......... 1.645 1.675
Hljóðbækur og önnur
safngögn ................ 186 102
Samtals: ................. 5.271 5.913
Tölvubúnaður safnsins hefur verið