Húnavaka - 01.05.2008, Síða 225
223H Ú N A V A K A
Á undanförnum árum hefur talsvert
verið að færast í aukana að bændur
láti ómskoða og dæma ásetningslömb.
Í ár skreið tala dæmdra lamba í fyrsta
skipti yfir fimmta þúsundið og endaði
í 5.253 lömb á 52 bæjum. Fyrst og
fremst felst þessi aukning í því að
bændur eru að láta skoða stærri
gimbrahjarðir vegna ásetningsvals.
Lýsir þetta áframhaldandi auknum
áhuga í sauðfjárræktinni sem er afar
ánægjuleg þróun.
Af ómmældum og stiguðum
lambhrútum stóð efstur í sýslunni
hrútur nr. 100 hjá þeim Jóni Kristófer
og Ólöfu Birnu á Hæli. Hlaut hann
88 stig sem er nýtt met í sýslunni.
Þessi hrútur er undan Kveik frá Hesti
og mældist með 36 mm þykkan
bakvöðva. Í öðru sæti var kollóttur
lambhrútur hjá þeim Jóni og Eline á
Hofi í Vatnsdal. Sá er nr. 56 undan
Frakkssyni frá Árbæ og fékk 87,5
heildarstig og mældist með 32 mm
þykkan bakvöðva. Fjórir hrútar hlutu
síðan 87 heildarstig og komu þeir frá
Víkum, Steinnesi, Sölvabakka og
Akri. Efstur af þeim raðast hrútur nr.
12 á Víkum á Skaga undan Fróða frá
Hagalandi en hann mældist með 38
mm þykkan bakvöðva sem er jafnframt
nýtt met í sýslunni. Þessir efstu hrútar
eiga það sameiginlegt að vera allir
undan hrútum af sæðingastöðvunum,
svo greinilegt er að sæðingarnar eru
sem fyrr að skila talsverðum framförum
í ræktunarstarfinu í sýslunni.
Hrossarækt.
Í vor var tekinn í notkun nýr
keppnisvöllur sem félagar í
Hestamannafélaginu Neista stóðu að.
Er völlurinn hinn glæsilegasti og kom
sér vel þegar kom að kynbótasýningum
í héraðinu sem og fleiri mótum.
Héraðssýning kynbótahrossa í
Húnaþingi var haldin á Blönduósi
mánudaginn 4. júní og yfirlitssýningin
fór fram daginn eftir. Alls komu 30
hross til sýningar, þar af voru 6
stóðhestar og 24 hryssur.
Á sýningunni fengu 4 hross 1.
verðlaun í aðaleinkunn. Einkunnir
þeirra birtast hér fyrir neðan:
IS2002155416 Grettir frá
Grafarkoti - Eigendur: Herdís
Einarsd. og Indriði Karlss.
Sköpulag: 8,0 - 8,5 - 8,0 - 8,0 - 8,0 - 8,0
- 8,0 - 8,5 = 8,14
Hæfileikar: 9,0 - 8,5 - 5,0 - 8,5 - 8,5 -
8,5 - 7,5 = 8,08 Aðaleinkunn: 8,10
IS1999255500 Erla frá Gauksmýri
- Eigandi: Sigríður Lárusdóttir
Sköpulag: 7,5 - 7,5 - 8,5 - 7,5 - 8,0 - 7,0
- 8,0 - 6,5 = 7,65
Hæfileikar: 9,0 - 8,0 - 7,5 - 8,5 - 9,0 -
8,5 - 8,0 = 8,50 Aðaleinkunn: 8,16
Þessi er áhugasamur um sauðfjárrækt.