Húnavaka - 01.05.2008, Síða 228
H Ú N A V A K A 226
kennsluefnis um það jákvæða ferli sem
á sér stað þegar tré binda kolefni og
leysa súrefni úr læðingi. Unnið verður
t.d. með grunnskólabörnum.
Í lok árs fékk stjórn félagsins
heimsókn frá Skógræktarfélagi Íslands.
Þar voru á ferð nýr formaður félagsins,
Magnús Gunnarsson og Brynjólfur
Jónsson framkvæmdastjóri. Farið var
yfir stöðu félagsins og framtíðarhorfur
og þá rætt um aðkomu félagsins að
skógræktarjörðinni Fjósum í
Svartárdal. Í dag hefur félagið umsjón
með eigin jörð á Gunnfríðarstöðum
og einnig nokkra umsjón með Hrútey
og Vatnahverfi.
Páll Ingþór Kristinsson.
FRÁ HARMONIKKUUNNENDUM
Það helsta úr félagsstarfinu voru
spilakvöld, dansæfingar og markaðs-
dagar, fólk leigir sér borð og selur
ýmislegt handverk, en félagið fær
ágóða af borðaleigu.
Þorrablót var haft í Ósbæ á vegum
HUH, sáum við sjálf um matinn og
framreiðslu, nema þann mat sem
fenginn var hjá fyrirtækjum hér í
heimabyggð, svo var dansað fram eftir
nóttu að loknu borðhaldi.
Þá er nokkur útleiga á aðstöð unni í
Ósbæ fyrir fundi og ýmsar veislur.
Leikfimi er þar einu sinni í viku,
yfir veturinn á vegum eldri borgara.
Síðasta vetrardag var Hagyrðinga-
kvöld, skáldin fengin í heimabyggð,
stjórnandi Gísli Geirsson Mosfelli,
dansað var á eftir.
Sumardaginn fyrsta komu til okkar
góðir gestir, Einar Guðmundsson og
tveir finnskir harmonikkusnillingar,
voru þeir á tónleikaferð með viðkomu
hjá þeim félögum sem óskuðu eftir
því. Var þetta mikil tónlistarveisla og
gaman hvað margir komu í Ósbæ
þennan dag.
Dagur harmonikkunnar var 5. maí,
sem verið er að innleiða hjá harm-
onikkufélögum á vegum S.Í.H.U. Hjá
okkur var dagurinn þannig að úr
Tónlistarskólanum komu nemar og
kennarar þeirra, einnig fengum við
tónlistarnema úr vestursýslunni. Að
endingu tók svo rokksveit nokkur lög.
S.Í.H.U. lét gera merki af tilefni
þessa dags sem afhent voru öllum
þeim er komu á tónleika eða ball um
kvöldið. Einnig fékk HUH merki sem
gerð voru á Siglufirði, á þessum
merkjum stóð: Þökkum þátttöku
HUH. Fengu öll ungmenni svona
merki sem spiluðu á hljóðfæri í Ósbæ
þennan dag.
Síðan var Húnavershátíðin með
Skagfirðingum að venju.
Farið var svo á aðalfund S.Í.H.U.
sem var að Steinsstöðum í Skagafirði.
Á þennan fund fóru formaður og
fulltrúi.
Alda Friðgeirsdóttir.
STÉTTARFÉLAGIÐ SAMSTAÐA
Starfsemi Stéttarfélagsins Samstöðu
var með hefðbundnum hætti á árinu.
Atvinnuástand í A-Hún. var gott og
mikið var að gera hjá starfs mönnum í
byggingariðnaði, bæði viðhalds-
verkefni og ný bygg ingar.
Störfum í hefðbundinni fiskvinnslu
hefur fækkað á Skagaströnd en fjölgað
á Blönduósi hjá Sæmá sem hóf rekstur
fiskvinnslu í Norðuróshúsinu í byrjun
febrúar. Opinberum störfum hefur
fjölgað á svæðinu með flutningi
starfsemi Atvinnuleysistryggingarsjóðs
til Skagastrandar.
Enn fjölgar erlendum starfsmönnum
á hinum ýmsu vinnustöðum í