Húnavaka - 01.05.2008, Page 231
229H Ú N A V A K A
rekstrar fyrirkomulagi stöðvarinnar né
mannahaldi.
Veturinn var mildur og reksturinn
gekk vel að flestu leyti þrátt fyrir
nokkrar truflanir á fjarskipta sambandi
við stöðina sem var afar óstöðugt
vegna ísingar vandamála.
Raforkuframleiðslan hefur ekki
ver ið meiri frá upphafi rekstrar eða
951,8 GWst og er það 12% aukning
frá árinu áður. Það er tilkomið vegna
góðrar vatnsstöðu og þar sem
Fljótsdalsstöð kom ekki inn í
kerfið á tilsettum tíma.
Verkefni starfsmanna voru
fjölmörg að venju og fjölbreytt.
Vegna tilkomu Fljótsdalsstöðvar
þurfti að endurstilla ýmsar
varnir stöðvarinnar og er það
býsna flókið mál. Fengnir voru
færustu sérfræðingar okkur til
aðstoðar.
Veituleið stöðvarinnar var
lagfærð og bæði byggðir
varnargarðar og hreinsað upp
úr skurðum.
Ýmsum áföngum var náð á
árinu, t.d. endurvottun Iso
9001, Iso 14001 og Innri
öryggisstjórnun.
Tómstundir og áhugamál starfs-
manna eru af ýmsum toga og þegar
líða fer að kveldi ókyrrast ýmsir eins
og oft er sagt. Það má nefna; bridge,
hestamennska, listaverkasmíði ýmiss
konar, ferðamennska, húsbílar, felli-
hýsi, flugvélar og mótorhjól svo eitt-
hvað sé nefnt.
Sumarvinna ungmenna við stöðina
gekk afbragðsvel og var það góður
hópur unglinga á aldrinum 16 til 20
ára sem starfaði hjá okkur. Alls voru
23 unglingar við vinnu ásamt
verkstjóra og aðstoðar verk stjóra.
Verkefnin voru fjöl mörg.
Nokkur námskeið voru fyrir
unglinga stöðvarinnar, t.d. ör yggis-
nám skeið, skyndi hjálp ar námskeið,
bruna varn ar nám skeið og jafn ingja -
fræðslu nám skeið.
Tólf verkefni voru unnin sem
tengjast verkefninu: Margar hendur
vinna létt verk. Verkefnin tengdust öll
meira eða minna náttúruvernd og
umgengni við náttúruna, t.d. upp-
græðsluverkefni, göngustígagerð, lag-
færing reiðstíga, ruslahreinsun á
Viðhaldsstjórinn og stöðvarstjórinn á góðri stundu.
Snæbjörn og Indriði við eitt listaverkið.