Húnavaka - 01.05.2008, Page 234
H Ú N A V A K A 232
FÉLAG ELDRI BORGARA
Í HÚNAÞINGI.
Félagsstarfið er orðið fremur
hefðbundið. Í Hnitbjörgum hafa
sveitar félögin staðið fyrir hinu svo
kallaða „Opna húsi“ tvisvar í viku yfir
vetrar mán uðina þar sem eldri
borgarar koma saman, föndra, spila
og skemmta sér. Hefur þetta framtak
sveitarfélaganna verið mjög vinsælt og
vel sótt. Að loknu vetrarstarfinu er
kennur um og þátttakendum boðið til
skemmtilegarar dagsferðar. Er þetta
mjög rausnarlega gert af sveitar-
félögunum og ber að þakka innilega.
Samkvæmt viðtali við Sigríði
Bjarkadóttur, Sísu, eins og hún er
venjulega kölluð, en hún er
aðalstjórnandi þessara opnu daga
þarna í Hnitbjörgum, er nú þannig
komið að húsnæðið þarna í Hnit-
björgum er að verða of lítið og farið
sé að hugsa fyrir nýjum samastað.
Mér kom þá til hugar gömul hugmynd
um að nú þyrfti að fara að huga
alvarlega að þjónustumiðstöð, sem
hugsuð hefur verið sunnan við
Hnitbjörg.
Mætti þar koma fyrir aðstöðu fyrir
ýmsa þjónustuþætti svo og betri
aðstöðu fyrir föndur og yrði þá
einnig hugsað um aðstöðu fyrir
karlmennina, svo þeir gætu
einnig föndrað og gert þá
eitthvað annað en spilað eins
og mér virðist vera tilfellið í
dag.
Kórinn okkar undir stjórn
Kristófers Kristjánssonar í
Köldukinn og Óla Björnssonar,
harmonikkuleikara, stendur sig
með prýði. Hann hefur sömu-
leiðis aðsetur með sínar æfingar
í Hnitbjörgum á þriðjudögum
kl. 16:00 en föndrið er aftur á móti á
mánu dögum og fimmtudögum. Við
æfum af krafti þarna í fönduraðstöð-
unni, sjálfsagt íbúunum í Hnitbjörgum
til mikillar ánægju. Eins og komið
hefur fyrir áður sungum við í
Kaupþingi, í versluninni Samkaupum,
í Sæborg á Skagaströnd svo og í
kirkjunni á uppstigningadag, degi
aldraðra við góðar undirtektir
áheyrenda. Á Skagaströnd sungum
við í fyrsta sinn með þar til gerðan
kraga eins og sjá má á meðfylgjandi
mynd, sem tekinn er í Sæborgu.
Dömurnar í kórnum sáu um að sauma
og koma þessu framtaki í gagnið og
ber þeim þökk fyrir.
Kristófer og Óli eiga miklar þakkir
skildar fyrir þeirrra mikla starf í
sambandi við kórinn.
Þann 21. október fengum við í
heimsókn Kór eldri borgara í Borgarnesi
undir stjórn Jóns Björnssonar,
organista. Var hér um 52 manna hóp
að ræða. Tókum við vel á móti
hópnum í Félagsheimilinu og áttum
saman ánægjulega stund. Það má
segja að með heimsókn Borgfirð-
inganna hafi þeir verið að gjalda
heimsókn okkar til þeirra 8. maí
2005.
Félagsstarfið fer fram í Hnitbjörgum.