Húnavaka - 01.05.2008, Side 237
235H Ú N A V A K A
HEILBRIGÐIS-
STOFNUNIN
Á BLÖNDUÓSI.
Starfsemin almennt.
Starfsemi Heilbrigðisstofnunar inn-
ar á Blönduósi skiptist í þrjú meginsvið,
heilsugæslu, sjúkra- og hjúkrunarsvið.
Auk þess rekur stofnunin dvalardeild
fyrir aldraða.
Helstu stoðdeildir eru skrifstofa,
rann sókn, myndgreining, eldhús,
þvotta hús, sjúkraþjálfun, rekstur fast-
eigna og viðhaldsdeild.
Á sjúkradeild eru fjögur rými sem
ætluð eru meira veiku og slösuðu fólki.
Á hjúkrunardeild eru 32 rými og á
dvalardeild eru 10 rými. Samtals voru
rými á stofnuninni 46 á árinu.
Heilsugæslustöð er rekin í húsnæði
stofnunarinnar á Blönduósi og einnig
rekur stofnunin útibú á Skagaströnd.
Í húsnæði Heilbrigðisstofnunar inn-
ar er einnig rekin ýmis starfsemi sem
tengist heilbrigðisgeiranum, s.s. tann-
læknir, apótek, snyrtistofa ásamt fé -
lags þjónustu héraðsins.
Þrír sjúkrabílar eru reknir í tengslum
við stofnunina, tveir á Blönduósi og
einn á Skagaströnd.
Heilsugæslan sinnir þjónustu í þrem
skólum á svæðinu, þ.e. á Blöndu ósi,
Skaga strönd og Húna völlum.
Yfirstjórn.
Í framkvæmdastjórn eiga sæti, auk
framkvæmdastjóra, þau Ómar
Ragnarsson yfirlæknir og Sveinfríður
Sigurpálsdóttir. Framkvæmdastjórn
fundar vikulega um þau mál sem efst
eru á baugi hverju sinni í rekstri
stofnunarinnar og hélt hún 47 fundi á
árinu 2007, auk annarra funda sem
hún hélt í samráði við ýmsa og með
öðr um, s.s. Héraðsnefnd A-Hún.,
starfs mannaráði HSB o.fl. Á skrifstofu
stofnunarinnar starfa auk fram-
kvæmda stjóra tveir starfsmenn í 1,2
stöðum.
Fjárhagsleg afkoma.
Rekstur ársins sýnir tekjuafgang
sem nemur samtals 4,2 millj. kr.
Reksturinn.
Árið var fremur tíðindalítið hvað
almennan rekstur varðar enda árin
tvö þar á undan viðburðarrík en á
þeim árum var haldið upp á 50 ára
afmæli stofnunarinnar, safnað fyrir
stafrænum myndgreiningar bún aði
undir forustu Hollvina samtaka
stofnunarinnar, auk þess sem
tekin var í notkun ný
heilsugæslustöð á Skagaströnd
á árinu 2006.
Starfsmannamál.
Erfitt var á árinu að manna
þær stöður sem þurfti hvort
held ur litið er til hjúkrunar-
fræðinga, sjúkraliða eða ófag-
lærðra. Læknamönnun hefur
ver ið stöðug en þó voru blikur
á lofti síðla árs en í desember
Veiting viðurkenninga.