Húnavaka - 01.05.2008, Page 239
237H Ú N A V A K A
Valgerður Soffía Gísladóttir (Vala) og
undirritaður.
Viðskiptavinir eru úr öllum skatt-
umdæmum landsins nema Norður-
landi eystra og frá Austfjörðum.
Skrif stofan skilaði á árinu 443 skatt-
framtölum sem er um 12% aukning
frá árinu áður. Á þessu ári er enn útlit
fyrir aukningu.
Daglegur afgreiðslutími skrifstof-
unn ar er virka daga frá kl. 9 -15.
Gísli Jóhannes Grímsson.
VÉLSMIÐJA ALLA.
Vélsmiðja Alla varð fimm ára árið
2007 og í tilefni af því opnaði Vél-
smiðjan heimasíðu www.velsmidjaalla.
is. Þar má finna fréttir, myndir og
ýmislegt fleira.
Á árinu störfuðu að meðaltali 7
starfsmenn. Í október réð Vélsmiðjan
til starfa bifvélavirkja og í kjölfar þess
var opnað bílaverkstæði. Bílaverkstæðið
hefur verið góð viðbót við þjónustu
Vélsmiðjunnar. Ákveðnar breytingar
voru gerðar á húsnæðinu þar sem því
var skipt í tvennt, bílaverkstæðishlutinn
er öðru megin og vélsmiðjuhlutinn
hinu megin.
Starfsemin á árinu var með
hefðbundnum hætti, þjónusta við
fyrirtæki og einstaklinga á Blönduósi
og nágrenni en einnig tók Vélsmiðjan
að sér að setja upp loftræstikerfi í
leikskóla í Hveragerði í samstarfi við
Krák og loftræstikerfi í leikskólann
Barnabæ á Blönduósi í samstarfi við
Stíganda. Einnig smíðaði Vélsmiðja
Alla stiga fyrir lagerhúsnæði Office1 á
Köllunarklettsvegi í Reykjavík.
Fyrirtækið hefur einnig séð um
þjónustu fyrir Vélaver og Jötunn vélar
og hafa starfsmenn sótt námskeið í
tengslum við þá þjónustu. Þar má
nefna Massey Ferguson dráttar véla-
námskeið í Englandi í febrúar og
námskeið í New Holland dráttarvélum
og Iveco vörubílum hjá Vélaveri í
Reykja vík.
Jón A. Sæbjörnsson.
LÉTTITÆKNI EHF.
Léttitækni heldur áfram að stækka og
gríðarleg söluaukning er á milli ára á
öllum sviðum. Má þá helst nefna
Standard hillukerfin sem við byrjuðum
innflutning á og hefur sala á þeim
farið fram úr björtustu vonum. Við
bjóðum heildarlausnir í vöruhús,
lagera og öll geymslurými, stór og
smá, þ.e. hillukerfi, lyftara, handvagna
og fleira. Við komum á staðinn,
teiknum upp og sjáum um uppsetningu
ef þörf er. Að leita ávallt bestu lausna
fyrir viðskiptavininn er okkar leiðar-
ljós.
Við héldum áfram að auka úrvalið
hjá okkur og bættum enn einni rós í
hnappagatið á árinu en það er sænskur
aðili sem framleiðir stálskápa í öllum
stærðum og gerðum, t.d. vinnufata -
og verkfæraskápa. Þessi viðbót passar
vel inní okkar vöruúrval og hefur
fyrsta sendingin rokið út á stuttum
tíma.
Á haustdögum var byrjað að reisa
nýtt húsnæði við Efstubraut 2, þetta
húsnæði er 480 fermetrar og byggt á
vegum Ámundakinnar ehf. Nýja
húsnæðið verður tekið í notkun í
janúar 2008 og verður að mestu leyti
notað undir lager fyrirtækisins.
Léttitækni sér hag sinn í að hafa
lagerinn á Blönduósi en ekki í
Reykjavík þar sem stærsti mark-
hópurinn er. Kemur þar til vilji stjórn-
enda til þess að halda starfseminni
norð an heiða og einnig er bygginga-