Húnavaka - 01.05.2008, Page 241
239H Ú N A V A K A
á undan. Bleikjuveiði hefur verið mjög
dræm síðustu ár en var betri í sumar
en árin á undan. Vonast menn til að
bleikjuveiðin nái sér á strik á ný.
Landsamband veiðifélaga hefur á
undanförnum árum bent á að víða
séu ónotaðir möguleikar í sambandi
við silungsveiði. Með vaxandi frítíma
fólks er ásókn í aukna afþreyingu og
eiga veiðar af ýmsu tagi þar mikla
möguleika. Markhópurinn er bæði
innlendir og erlendir veiðimenn.
Öflugasta salan á silungsveiði er í
tengslum við sterkustu veiðifélögin en
bent hefur verið á aðra möguleika á
silungsveiðum. Víða um Húnaþing
eru tækifæri á þessu sviði.
Magnús Ólafsson.
KRÁKUR EHF 2007.
Rekstur Kráks ehf. gekk vel árið
2007, aukning var á veltu frá fyrra ári
bæði í verslun og öðrum rekstri
fyrirtækisins. Um 30 stöðugildi voru
við fyrirtækið í árslok, í verslun og við
smíðar.
Helstu verkefni Kráks ehf. á árinu
voru eftirfarandi: Leikskólinn í Hvera-
gerði, 250 m2 viðbygging, tilbú in til
notkunar ásamt frágangi á lóð, heild-
ar verkið nam tæpum 80 milljón um
króna, Potturinn og Pannan á Blöndu-
ósi, breyting á húsnæði gömlu Vél-
smiðjunnar á Blönduósi í glæsilegan
veitingastað, sparkvöllur á Húnavöll-
um ásamt lóðarfrágangi og fleiru,
spark völlur á Hvanneyri ásamt lóðar-
frá gangi, parhús að Smárabraut 10-12
á Blönduósi, glæsileg parhús, 150 m2
hvor íbúð, uppsláttur á 1200 m2 iðn-
aðarhúsnæði í Reykjavík og uppsláttur
á þremur íbúðarhúsum á höfuðborg-
ar svæðinu.
Krákur ehf. tók að sér fleiri verk í
Hveragerði samhliða leikskólanum,
s.s. byggingu á bílskúr ásamt viðhaldi
og breytingar á nokkrum íbúðarhús-
um. Þá var fyrirtækið með nokkur
verk fyrir Ístak og einnig fyrir Nýsi.
Mörg önnur smærri verk voru í
gangi í héraðinu, má þar nefna klæðn-
ingar á húsum, girðingavinnu bæði til
fjalla og í byggð, byggingar á sólpöllum,
flísalagnir o.fl.
Á árinu var fest kaup á nýrri mini-
gröfu af Terex gerð sem eykur enn
möguleikana.
Þá sá fyrirtækið um vöruafgreiðslu
og útkeyrslu á vörum fyrir Nesfrakt
sem er flutningafyrirtæki með daglegar
ferðir milli Reykjavíkur og Akureyrar.
Í lok ársins var boðin út bygg ing á
nýjum Staðarskála í Hrútafirði,
Krákur ehf. átti lægsta boð og fékk
verkið.
Rekstur Lagnaverks ehf. gekk vel á
árinu, helstu verkefni voru hitalagnir
og tengingar í fjóra sparkvelli, á Húna-
völlum, Hvanneyri, Bifröst og í Lauga-
gerðisskóla, lagnir í parhús að
Smára braut 10 - 12, lagnir við innrétt-
ingu á Pottinum og Pönnunni og
margt fleira ásamt almennu viðhaldi á
mannvirkjum.
Zophonías Ari Lárusson.
POTTURINN OG PANNAN,
BLÖNDUÓSI.
Seinnipartinn í apríl hófust fram-
kvæmdir við breytingar á lagerhúsnæði
gömlu Vélsmiðjunnar, þar var settur á
laggirnar veitingastaðurinn Potturinn
og pannan sem opnaði þann 17. júní.
Þar er opið frá 11:00 til 22:00 alla
daga vikunnar, allt árið um kring.
Ekki gekk þó allt eins og sögu en í
maí, þegar framkvæmdir voru í há -
marki, ákvað mannlaus tengivagn að