Húnavaka - 01.05.2008, Page 242
H Ú N A V A K A 240
taka sér smá rúnt ofan af plani og
end aði inni á staðnum með þeim af -
leiðingum að opnunin tafðist um
hálfan mánuð. Þegar menn voru rétt
búnir að jafna sig eftir þetta kom
slökkviliðið brunandi þangað niður-
eftir, að þessu sinni mannaður trukkur
og slökktu þeir eld sem kom upp á
steikarapönnu.
Staðurinn fékk mun betri viðtökur
en áætlanir höfðu gert ráð fyrir, bæði
hjá heimamönnum og ferðfólki.
Potturinn og pannan sá um veit ing-
ar í nokkrum stórum veislum í Félags-
heimilinu, einnig voru haldin nokkur
jólahlaðborð í desember auk skötu-
veislu á Þorláksmessu sem fengu mjög
góðar undirtektir.
Björn Þór Kristjánsson.
KIRKJUSTARF Í ÞINGEYRA -
KLAUST UR SPRESTAKALLI.
Þegar litið er til baka yfir starfið í
Þingeyraklaustursprestakalli á árinu
2007 má segja að starfið hafi verið
með ágætum í öllum sóknum presta-
kallsins og því margt að þakka fyrir.
Kjarninn er sem alltaf guðsþjónustur
á helgum og hátíðum í kirkjunum
fimm. Auk þess barnastarf og aðrar
samverustundir í kirkju, í skóla og á
sjúkrahúsi, allt þættir í starfi prestsins.
Samverustundir með sóknarnefndum,
kirkjugarðsstjórn, organistum og
kirkjukórum eru allt góðar og gefandi
stundir.
Kórstarfið er veigamikil þáttur í lífi
og starfi kirkju og prests, það gengur
vel sem fyrr og skal það þakka.
Kristin kirkja er kölluð til að starfa
og þjóna í anda Jesú Krists hér á
jörðu. Þetta er köllun hennar og um
leið mikil forréttindi því Drottinn
hefur sjálfur heitið því að hann sé með
í för. Við leitum því leiðsagnar hans
og blessunar sérhvern dag og leggjum
öll okkar ráð í hendur hans. Hann
styrk ir okkur til allra góðra verka og
eflir samstarf okkar, samfélag og sam-
stöðu.
Enn er það mikið starf og unnið
markvisst að því að koma upp nýju
orgeli í kirkjuna. Þann 12. september
var gengið til samninga við Björgvin
Tómasson, orgelsmið á Stokkseyri,
um smíði á orgeli. Um er að ræða 20
radda pípuorgel að upphæð kr.
29.133.000. Margir hafa sýnt verk-
efninu velvilja með pen inga gjöfum og
fjárframlagi. Áætlað er að orgelið
verði tilbúið til notkunar í
Blönduósskirkju í desember 2009.
Telja má víst að nýtt orgel muni efla
enn meira kirkjukórstarfið og yrði líka
öðru menningar- og tónlistarstarfi
mikil lyftistöng í prestakallinu eða í
héraðinu öllu. Þegar hafa aðilar utan
héraðs sýnt áhuga á nýja orgelinu og
vilja fá að koma og messa í kirkjunni
eða halda orgeltónleika.
Fermingarmessur voru á árinu í
þrem kirkjum prestakallsins. Í Undir-
fellskirkju var fermt 22. apríl, í
Blönduósskirkju 29. apríl og Þing-
eyra kirkju 10. júní. Alls voru ferm-
ingar börnin 18 eða 11 stúlkur og 7
drengir.
Hjónavígslur voru fimm í kirkju
eða í heimahúsi. Skírnir á árinu voru
tólf, ýmist í heimahúsi eða í kirkju.
Jarðafarir innan prestakallsins voru
átta og utan prestakallsins tvær.
Guðsþjónustur utan við hið hefð-
bundna kirkjuár voru á konudegi,
fyrsta sumardegi og á kirkjudegi aldr-
aðra. Á konudegi var guðsþjónusta í
Þingeyrakirkju og ræðumaður að
þessu sinni Nína Margrét Pálma dóttir.
Á sumardaginn fyrsta var guðs-