Húnavaka - 01.05.2008, Page 262
H Ú N A V A K A 260
samstarfi við Höfðahrepp, var blanda
af íþróttum, skólagörðum og
kofabyggð. Um þetta starf sáu
Þorgerður Þóra Hlynsdóttir og Herdís
Ósk Baldvinsdóttir. Steinunn Magnús-
dóttir var með æfingar í frjálsum einu
sinni í viku á vegum USAH.
Barnamót USAH var haldið í júlí á
Skagaströnd í blíðskaparveðri og
UMF Fram sendi fjölmarga þátt-
takendur á héraðsmót USAH. Félagið
tók einnig þátt í Smábæjarleikum á
Blönduósi og Króksmóti í knattspyrnu
sem og Þrist inum í frjálsum íþróttum.
Sérstaklega var ánægjulegt að félagið
átti kepp endur á Unglingalandsmóti
UMFÍ á Höfn í Hornafirði. Einnig
fóru kepp end ur frá félaginu á
Goggamót í frjáls um íþróttum.
Á haustmánuðum byrjaði starf
félagsins innanhúss aftur. Boðið var
upp á æfingar í fótbolta og frjálsum
íþróttum fyrir 5.-10. bekk og íþrótta-
skóla fyrir 1.-4. bekk. Fótboltaþjálfun
var í umsjón Ágústar Inga Ágústssonar
en íþróttaskóli og þjálfun í frjálsum
íþróttum í höndum Birnu Sveins-
dóttur.
Einnig var Hilmar Sigurjónsson
fenginn til þess að koma til Skaga-
strandar eina helgi á haustmánuðum
og halda kynningu á blaki og hástökki.
Kynningarnar voru haldnar í samstarfi
við Höfðaskóla,
Í desember sáu Björgunarsveitin
Strönd og UMF Fram saman um
flug eldasölu sem er ein aðalfjáröflun
félagsins.
Í stjórn félagsins árið 2007 voru
kjörin: Halldór G. Ólafsson formaður,
Elva Þórisdóttir, Róbert Freyr Gunn-
ars son, Lilja Ingólfsdóttir og Helga
Ólína Aradóttir.
Halldór G. Ólafsson, formaður.
Golfklúbbur Skagastrandar.
Golfiðkendur á Skagaströnd biðu
vorsins með eftirvæntingu og voru
fljótir að koma sér út á völl um leið og
snjórinn hopaði. Strax í maí voru
starfsmennirnir mættir galvaskir og
tilbúinir í sumar verk in. og höfðu þeir
þegar komið golfvellinum í gott stand
þegar okkar árlega golfmót, minninga-
mót um Karl Berndsen, var hald ið
uppúr miðjum júní.
Mótið, sem einnig var opið TM
mót, tókst með ágætum í góðu veðri .
Voru þátttakendur 28 og fóru leikar
þannig að í fyrsta sæti í karlaflokki án
forgjafar varð Einar Einarsson úr
GSS og með forgjöf sigraði Magnús
Gunnar Gunnarsson líka frá GSS
Í kvennaflokki án forgjafar sigraði
Árný Lilja Árnadóttir úr GSS en
Guðrún Ásgerður Jónsdóttir úr GÓS
hreppti fyrsta sætið með forgjöf.
Á þessu móti gerðist sá stórmerki
atburður að í fyrsta sinn í 22 ára sögu
Golfklúbbs Skagastrandar var farin
hola í höggi á Háagerðisvelli. Var það
Frímann Guðbrandsson úr GSS sem
átti draumahöggið á braut 7.
Félagar hittust á þriðjudagskvöldum
í sumar eins og undanfarin ár og
spiluðu saman punktamót og oft mátti
sjá félaga úr nágranna klúbbum í
heimsókn. Hefur sam starf milli klúbba
á svæðinu aukist til muna og er það
nauðsynlegt og gott. Þannig standa
golfklúbb ar á Norðurlandi sam-
eiginlega, þriðja árið í röð, að útgáfu
á golfbæklingi í samstarfi við Mark-
aðsskrifstofu Norðurlands.
Í byrjun júlí var farið af stað með
barna- og unglingagolf kennslu og
æfingar. Kennari var Gunnlaugur
Elsuson frá Sauðár króki og kom hann
til okkar aðra hvora viku og var með