Húnavaka - 01.05.2008, Page 266
H Ú N A V A K A 264
sett á var keypt úr steinsmiðju enda er
gerð krafa um að um að skífan sé á
láréttum fleti og undirstaðan sterk.
Kostnaður var auðvitað talsverður
og jafnframt þurfti að leggja mikla
vinnu í gerð hans og uppsetningu.
Lionsklúbburinn fékk góðan stuðning
frá allmörgum aðilum og má þar
meðal annars nefna Pokasjóð,
Eignarhaldsfélag Brunabótafélags
Íslands, Sjávarútvegsráðuneytið,
Höfða hrepp, Fisk Seafood, Lands-
bankann, Kaupþing og Áshrepp.
Guðmundur Finnbogason, formaður.
Björgunarsveitin Strönd.
Árið var fremur gott hjá Björg-
unarsveitinni Strönd og er sterkur
kjarni að myndast í kringum sveitina,
en samkvæmt dagbók koma um 25
manns að daglegum rekstri sem gerir
mögulegt að halda áfram að efla
sveitina.
Á aðalfundi í mars voru eftirtaldir
kosnir í stjórn: Reynir Lýðsson, for-
maður, Bjarni Ottósson vara formaður,
Péturína Laufey
Jakobsdóttir gjaldkeri,
Ari Jón Þórsson ritari og
Eiríkur Gunnar Lýðsson
meðstjórn andi.
Á árinu var ákveðið að
breyta Ford Econoline
sem er á 44” og setja
hann á 46”, Þessi breyting
hefur gríðarleg áhrif á
drifgetu bílsins. Það var
mat stjórnarinnar að
félagar í sveitinni þyrftu
að vera á öflugum tækjum
til að geta farið um
hálendið og verið færir
um að komast að þeim
sem eru í vandræðum.
Sveitin er langt komin með að fjárfesta
í auka hlutum sem þarf í breytinguna
en auðvitað þarf allt að vera klárt
þegar hafist er handa svo bíllinn stoppi
ekki of lengi ef kallið kemur.
Sjómannadagurinn var haldinn
hátíðlegur að venju en sveitin sér
alfarið um skipulagningu á þessum
skemmtilega degi.
Björgunarsveitin gerði áfram hald-
andi samning við Hveravalla fél agið
um að sjá um Hveravelli um helgar og
hefur mannað aðra hvora helgi í all an
vetur. Eins og í fyrra hafa Skag strend-
ingar verið mjög jákvæðir í garð
sveitarinnar og verið duglegir að taka
þátt í Hvera vallaverkefninu óháð því
hvort um félaga í sveitinni sé að ræða
og eru flestir sem fara sammála um að
þetta sé frábær afþreying fyrir
fjölskylduna.
Höfðaskóli gerði í haust samning
við sveitina um að bjóða upp á björg-
unarstörf í vali fyrir elstu bekkina.
Mikill áhugi var á þessari valgrein og
14 nemendur völdu að koma og kynna
sér störf sveitarinnar. Þetta var hin
Begga GK 717 strandaði í Vækilvík á landleið úr
færaróðri.