Húnavaka - 01.05.2009, Page 11
H Ú N A V A K A 9
SIGURÐUR SIGURÐARSON, Skagaströnd:
Kúasálfræðin getur verið gagnleg
Hann er svona meðalmaður á hæð, grannvaxinn, hraustlegur að sjá, svipsterkur, ber sig vel
og býður af sér góðan þokka. Röddin er hlý og vinsamleg og í rómnum er einhver fullvissa
sem öðlast eins konar samsvörun í þéttu handtakinu þegar hann heilsar gestkomandi.
Eins og faðir hans og (líklega) áar er hann einatt kenndur við bæinn þar sem sama ættin
hefur setið frá því árið 1860. Þar er hann fæddur og uppalinn en býlið stendur undir gróð-
ur sælum ásum og horfir móti vestri.
Enginn getur borið því á móti að mannsnafnið Jóhannes er frekar algengt en bæjarnafnið
Torfalækur er frekar sjaldgæft ef ekki einsdæmi. Saman hafa þessi tvö nöfn fyrir löngu
runnið í eitt. Maðurinn þekkist auðvitað af nafni sínu og það hjálpar vissulega að faðirinn
hét Torfi. Flestir þekkja manninn einfaldlega sem hann Jóhannes á Torfalæk. Hljómur
gleymist trauðla og er engu líkar en bæjarnafnið sé orðið að eins konar ættarnafni.
Maðurinn er fjölfróður, segir vel frá og býr yfir
um tals verðri reynslu og þekkingu þó svo að ætíð sé
skammt í sögur af því sem stendur hjarta hans næst,
fjölskyldunni, ævistarfinu og landbúnað in um.
Hann nær athygli viðmælandans, röddin áheyri leg
og áreynslulaus og maður leggur ósjálfrátt við
hlustir.
Svo er hann gjarn að tala dálítið í kringum efni
máls, dregur dæmi úr fórum sínum og beinir svo
athygli hlustandans að kjarnanum. Tíminn er
af stæður. Hann dvelst um stund með sjálfum sér, lítur
af og til í kring um sig en hættir áður en hlust andanum
fer að leiðast.
Jú, mikil ósköp. Hann á það til að gleyma sér í
ræðu sinni og hún getur orðið löng. Þetta hendir alla
en fáir kunna á þögnina. Hún er stór þáttur í hverri
frásögn, er eiginlega eins og útvíkkuð greinaskil.
Ég man eftir því þegar ég kom í fyrsta sinn að
Torfalæk og þurfti að ná tali af Jóhannesi. Áður en
ég náði að stynja upp erindinu greip hann kurteislega fram í fyrir mér og sagði einbeittur:
Sá sem kemur hingað í fyrsta sinn þarf að sjá það sem bærinn byggir á.
Og með þeim orðum dró hann mig svo að segja á spariskónum inn í fjósið. Þar tók við
langur en afar fróðlegur fyrirlestur um kýr, mjólk og mjaltir, félagsfræði kúa, lunderni og ekki
síst sjálfstæða hugsun þeirra. Erindi mínu þennan sumardag hef ég gleymt en fyrirlestri
Torfi og Jóhannes sonur hans um
1950.