Húnavaka - 01.05.2009, Page 19
H Ú N A V A K A 17
Mér fellur þungt að senda kýr í
sláturhús. Það er eiginlega það versta
sem maður gerir. Þær skynja að
eitthvað er í vændum, einhver
breyting. Og þetta er oft sárt því
segja má að kýrin sé vinnufélagi
manns. Mér finnst eiginlega verra
að senda kú í sláturhús heldur en að
taka hreinlega upp byssu og skjóta
hana út undir fjósvegg.
Dálítið skopleg mynd skýst upp í huga
minn í ímyndaðri dagblaðsfyrirsögn: Bóndi
skýtur vinnufélaga sinn. Ég læt vera að
nefna þetta við Jóhannes, ætla að koma
honum á óvart.
Ættin
Torfalækur er í raun ættaróðal, hefur verið
í eigu sömu ættarinnar frá því um 1860.
Sigríður, langalangamma Jóhannesar, keypti jörðina ásamt dóttur sinni.
Svona lítur ættleggurinn út:
Þetta er langur tími fyrir eina ætt á sama landinu, nokkuð sem gerist ekki lengur í
borgarbyggð nútímans. En finnur Jóhannes til tengsla við landið? Er saga ættarinnar
honum mikils virði? Tvær einfeldningslegar spurningar en það kemur kannski ekki á óvart
hversu ákveðinn hann tekur til orða:
Torfi, faðir minn, var yngstur sex bræðra sem fæddir voru á árunum 1902
til 1915. Hann var fæddur á Torfalæk og bjó hér allan sinn búskap, fyrst í félagi
við eldri bræður og föður og síðast í félagi við okkur Jón bróður. Ingimundur
sem var næstyngstur af föðurbræðrum mínum var mongólíti. Hann bjó hér
allt sitt líf, var í raun barnfóstra okkar bræðra, kenndi okkur að spila og tefla
og gætti okkar.
Við bræðurnir erum tveir og er Jón fjórum árum yngri en ég. Hann bjó hér
Jóhannes sextán ára á Farmalinum. Jón
bróðir hans vinstra megin á myndinni en
Jóhannes Pétursson, frændi þeirra bræðra,
hægra megin.
1. Sigríður Jónsdóttir (f. 1807 - d. 1892) var ekkja Jóns Sveinssonar frá Sauðanesi
(f. 1804 - d. 1857)
2. Sigurlaug Jónsdóttir (f. 1835 - d. 1922) var fjörutíu og þriggja ára þegar hún
eignaðist Jón afa með ráðsmanni þeirra mæðgna, Guðmundi Guðmundssyni
(f. 1851 - d. 1914) frá Síðu, en hann var fimmtán árum yngri en hún.
3. Jón Guðmundsson (f. 1878 - d. 1967) og Ingibjörg Björnsdóttir frá Marðarnúpi
(f. 1875 - d. 1940). Þau voru bræðrabörn.
4. Torfi Jónsson (f. 1915 - d. 2002) og Ástríður Jóhannesdóttir (f. 1921 - d. 1988).
5. Jóhannes Torfason og Elín Sigurlaug Sigurðardóttir.