Húnavaka - 01.05.2009, Page 26
H Ú N A V A K A 24
verið mikil eftirspurn eftir mér. Eina undantekningin er sú að eitt kjörtímabil
var ég fyrsti varamaður og kynntist þannig starfinu að ýmsu leyti. Engu að
síður hef ég sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir hreppinn minn. En blessaður
vertu, ég sakna einskis. Með vilja ákvað ég að taka ekki þátt í stjórnmálum og
eins og ég sagði þér áðan þá líður mér ágætlega þrátt fyrir það.
Reyndar man ég ekki til þess að hafa sóst eftir embætti eða starfi sem ég hef
tekið að mér ... eftirspurnin hefur verið á hinn veginn.
Viltu vinna milljarð?
Af hverju ertu fylgjandi sameiningu sveitarfélaga?
Hér í Austur-Húnavatnssýslu líður byggðin fyrir það að vera skipt í mörg
lítil sveitarfélög í stað þess að vera ein stór heild og á ég þar við báðar
Húnavatnssýslurnar. Samstöðuleysið er höfuðóvinurinn.
Veistu að við gætum sennilega sparað um eitthundrað milljónir króna á
hverju ári með því að sameina grunnskóla í héraðinu. Á tíu árum er þetta einn
milljarður króna.
Hvað er hægt að gera fyrir einn milljarð, segðu mér það, Sigurður minn?
Jú, það er hægt að gera ansi margt til dæmis í atvinnumálum. Milljarður vegur
drjúgt, ekki satt?
Fyrir tíu árum lagði ég til að gera Húnavelli að háskólasetri. Nefnd var sett
í málið og í skoð un nefndarinnar kom í ljós áhugi ýmissa há skóla. En háskóla-
menn ir nir sögðu efnis lega, lát ið okkur vita hvenær húsnæðið verður tilbúið og
Hluti Þjóðhátíðarnefndar 1974. Aftari röð f.v.: Rafn Benediktsson, Magnús Sigurðsson,
Sigurður Líndal, Valgarður Hilmarsson, Sigurður Björnsson, Kristófer Kristjánsson,
Bjarni Aðalsteinsson, Gísli Pálsson og Jóhann Guðmundsson. Fremri röð f.v.: Ólafur
Kristjánsson form. V-Hún., Björg Bjarnadóttir, Guðrún Jósefsdóttir, Elinborg
Halldórsdóttir, Sigríður B. Kolbeins, Elísabet Thoroddsen og Jóhannes Torfason.