Húnavaka - 01.05.2009, Page 30
H Ú N A V A K A 28
Ég hef lengi varið landbúnaðinn. Hann þarf að geta tryggt ákveðið fram-
boð matvæla fyrir þjóðina. Þess vegna þurfum við landbúnað. Samfélagsleg
ábyrgð okkar er að tryggja nóg framboð af mat og vera sem mest sjálfum
okkur nóg.
Lítum á hvað hefur í raun og veru gerst með bankahruninu. Flestir töldu
óhugsandi að bankarnir hryndu. Hversu margir telja nú ómögulegt að slíkar
aðstæður verði þannig í náinni framtíð að við getum ekki flutt matvæli til
landsins? Ótal ástæður geta komið í veg fyrir innflutning frá útlöndum, stríð,
sjúkdómar, hryðjuverk og svo framvegis.
Barátta í héraði
Þó leikmaður sé þá veit ég að oft er skammt öfganna á milli í landbúnaði. Lengi hefur verið
reynt að koma böndum á framleiðsluna, tryggja nægilegt framboð án þess að valda
offramboði. Þessar tilfæringar hafa kostað blóð, svita og tár og það þekkir Jóhannes.
Frá stríðslokum höfðum við getað framleitt
eins og við vildum en um 1965 var farið að
framleiða meira en neyslunni nam. Þá urðu
til matarfjöll af ýmsu tagi. Í tíð
viðreisnarstjórnarinnar var farið að búa til
samninga um útflutning landbúnaðarafurða
til að aðlaga framleiðsluna að innlendri þörf
en tryggja jafnframt nægt framboð.
Útflutningurinn gekk frekar illa eftir því sem
á leið, því útflutningsmarkaðir voru fyrst og
fremst svið saddra þjóða til að losa sig við
afganginn eftir að innan landsþörf var
fullnægt og flestar þjóðir sem keyptu af
okkur komu eigin framleiðslu í lag eftir
stríðið.
Í byrjun níunda áratugar síðustu aldar
var ákveðið að miða land búnað ar fram leiðsl-
una við innlenda neyslu og það hafði í för
með sér verulegan samdrátt, í raun þörf
fyrir fækkun bænda. Um 1980 var gerð
tilraun til að setja kvóta á framleiðslu sem
mistókst. Árið 1985 var settur á almennur
kvóti, sem segja má að sé grunnur þess
kvótakefis er ennþá er notað í mjólk ur fram leiðsl unni.
Árið 1979 varð ég formaður Búnaðarsambands Austur-Húnvetninga. Ég
var eiginlega pólitískt rangstæður því hefð var að Framsókn „ætti“ sætið. Engu
að síður var ég formaður í níu ár.
Halldór Pálsson, búnaðarmálastjóri, frá Guðlaugsstöðum, ku hafa spurt á
Stjórn Búnaðarsambands Austur-
Húnvatnssýslu árið 1979. Þetta var
fyrsta stjórnin sem Jóhannes var
formaður. Vinstra megin við
Jóhannes er Valgarður Hilmarsson,
Fremsta-Gili og hægra megin er Pétur
Sigurðsson, Skeggsstöðum í
Svartárdal.