Húnavaka - 01.05.2009, Page 31
H Ú N A V A K A 29
kaffistofunni fyrir sunnan, hvort Húnvetningar ættu engan skárri en strákfíflið
frá Torfalæk til að vera formaður. Við Halldór áttum síðar mjög gott samstarf,
bæði á vettvangi BÍ og í stjórn Framleiðnisjóðs landbúnaðarins.
Binda Jóhannes og drekkja í Húnaflóa
Það sem gerðist á þessum árum situr greinilega í Jóhannesi og honum er upprifjunin ekki
mjög létt. Hann virðist þó ekki vera bitur en engu að síður má greina svolítil sárindi í rödd
hans. Það skilst þegar hann heldur áfram.
Tíminn eftir 1980 var sérstaklega sársaukafullur fyrir landbúnaðinn. Þá
þrengdi að og auðvitað fannst mér það erfitt enda var lífsgildunum breytt á
einni nóttu. Ég fann til með fólki. Mér fannst margir þeir sem ákvarðanir tóku
hliðra sér hjá að segja sannleikann. Ég vildi útskýra sem best hvað væri að
gerast og hvert stefndi og var þó fjarri því að ég bæri sökina á vandamálum
landbúnaðarins. Hvorki fór ég með hið pólitíska eða stéttarlega ákvörðunarvald.
Mér var hins vegar falið að taka þátt í að framkvæma sumar ákvarðanir, bæði
sem formaður BSAH og formaður Framleiðnisjóðs. Það var erfitt verk enda
var gagnrýnin oft mjög hörð og ósanngjörn. Hins vegar gat ég ekki reiðst,
staðan var bara bændum svo óskaplega erfið.
Á þessum árum var einhverju sinni haldinn Búnaðarfélagsfundur í
Húnaveri. Hann var haldinn á föstudegi. Jón Sigurðsson á Blönduósi, þá
ráðunautur, kallaði hann réttilega föstudaginn langa. Á fundinum var lengi
rætt um stöðu landbúnaðarins og það var ekkert annað en að á honum var
mér eiginlega lýst sem þjóðhættulegum manni. Allt sem miður fór í landbúnaði
var mér að kenna og loks samþykkti fundurinn ályktun gegn mér, formanni
sínum, fyrir skoðanir mínar og málflutning, auk vantrausts.
Einn ræðumanna lagði til að binda Jóhannes og setja í poka eins og hund og drekkja
honum í Húnaflóa. Hvernig fannst þér það?
Jú, vissulega bregður manni við slík orð og þetta gleymist seint en ég held
að það hefði ekki leyst neitt að koma mér fyrir á þennan hátt. Ég vona bara að
þessi maður hafi stein gleymt orðum sínum. Oft var skrifað á rætinn hátt um
mig í blöðin á þessum árum. Slíkt lýsir yfir leitt betur innræti höfundarins en
mínum verkum og dæmir sig sjálft. Ég svaraði aldrei svona árásum.
Mér þótti það hins vegar ómetanlegt að njóta trausts heilsteyptra og traustra
samstarfsmanna og þar reyndust margir vinir í raun, þó við gætum endalaust
deilt um pólitík og margt annað.
Búnaðarsambandið sinnti fjölmörgum málefnum fyrir landbúnaðinn í hér-
aðinu, já og gerir ennþá. Þessi ár sem ég gegndi formennsku var í fyrsta sinn
glímt við samdrátt í hefðbundinni framleiðslu og um leið sinnt upp byggingu á
nýjum leiðum til tekjuöflunar. Því miður urðu mörg áföll í þeirri viðleitni en
annað hefur náð að þróast til betri vegar.
Engu að síður finnst mér ég alltaf hafa verið heppinn. Oftar en ekki tekið
réttar ákvarðanir og af og til tekið rangar. Þannig er lífið og það verður bara
að hafa það. Verst er að þora ekki að taka ákvörðun. Betra er að dvelja ekki