Húnavaka - 01.05.2009, Page 33
H Ú N A V A K A 31
Hann fer vel með það
Þegar Páll Benediktsson fréttamaður
var með umræðuþáttt um atvinnu-
mál í útvarpinu árið 1986 hringdi
hann einhverju sinni í Jóhannes
Torfa son í beinni útsendingu og
vildi svör um málefni Framleiðni -
sjóðs. Í lok samtalsins nefnir Páll
deilur þeirra framsóknarmannanna,
Páls Péturssonar, alþingismanns,
og Jóns Helgasonar, land bún aðar-
ráðherra, í þinginu um landbúnaðar-
mál og kvótakerfið.
- Heldurðu Jóhann es að
Páll Péturs son hafi eitthvert vit á land bún aðar málum? spyr Páll Benediktsson.
Jóhannesi vefst auðheyri lega tunga um tönn en segir eftir nokkur augnablik: - Hafi Páll
Pétursson vit á landbúnaðarmálum þá fer hann afar vel með það!
Jaa, mig minnir að þetta sé nokkuð rétt eftir haft, segir Jóhannes þegar ég ber
söguna upp á hann. Hvernig svarar maður annars svona spurningu í beinni
útsendingu? Mér fannst að góð ráð væru þarna bara ansi dýr, svo hrökk þetta
svona einhvern veginn upp úr mér.
Árin hjá Rannís
Störf Jóhannesar á jaðri landbúnaðarins og utan hans hafa verið nokkur. Auðheyrilegt er
að hann lítur á árin í stjórn og nefndum Rannsóknaráðs ríkisins (Rannís) með mikilli
ánægju, jafnvel stolti.
Já, Halldór Blön dal, þáverandi land bún aðarráðherra, skipaði mig í stjórn
Rannís sem fulltrúa landbúnaðarins árið 1992. Þetta var viðamikið verkefni og
tímafrekt. Raunar var álagið slíkt að ég gat engan veginn skipulagt tíma minn
vegna hinna óreglulegu fundartíma ráðsins. Það endaði með því að ég sagði
mig úr ráðinu eftir rúmlega eitt ár. Áður hafði þó tekist að koma á samstarfi
Framleiðnisjóðs landbúnaðarins og Rannís og það var mikið gæfuspor fyrir
landbúnaðinn enda varir þetta samstarf ennþá.
Það kostaði hins vegar dálitla vinnu að sannfæra alla félaga mína í stjórn
Framleiðnisjóðs um ágæti samstarfsins við Rannís, sérstaklega það sem laut að
samstarfi um val og fjármögnun rannsóknarverkefna og einnig fjármögnun
rannsóknabygginga sem þjóna landbúnaðarrannsóknum.
Reynslan hefur þó sýnt að tilurð þessa samstarfs var gæfuspor og góð leið til
að vekja áhuga rannsóknaheimsins á mikilvægi rannsókna í landbúnaði og líka
sérstöðu landbúnaðar sem atvinnugreinar.
Ég kom svo síðar til starfa hjá Rannís, sat í úthlutunarnefnd Tæknisjóðs frá
1996 til 1999, þar af síðustu tvö árin sem formaður. Sama ár og ég hætti því
Jóhannes lagfærir bindishnútinn.