Húnavaka - 01.05.2009, Page 40
H Ú N A V A K A 38
Fjölskyldan
Sigurður er elstur, fæddur 1967, master í rekstrarfræðum frá Álaborg
og framkvæmdastjóri SAH Afurða. Kona hans er Sigrún Lovísa
Sigurðardóttir og eiga þau synina, Hjálmar, Pétur Stein og Jóhannes.
Torfi, fæddist 1969, hann er doktor í búfræði frá KVL, framkvæmdastjóri
Vaxtarsamnings Vesturlands og býr á Hvanneyri. Kona hans er Þórunn
Pétursdóttir og eiga þau soninn Jóhannes Torfa. Fyrir á Þórunn Önnu
Hildi, sem á dótturina Þórunni Gabríelu, Atla Má og Ólöfu Rún.
Einnig á Torfi soninn Elías Snæ. Móðir hans er Anna Karlsdóttir.
Ástríður, fæddist 1971, hún er lögfræðingur með þýska mastersgráðu
í umhverfisrefsirétti og vinnur í Viðskiptaráðuneytinu. Eiginmaður
hennar er Alexander Richter og börnin Elín Sara og Emil Alex.
Gunnar Þór, fæddist 1976, hann er doktor í land- og ferðamála fræð-
um og starfar við HÍ. Kona hans er Halla Valgeirsdóttir. Þau eiga tvo
syni, Valgeir Stein og Daníel Orra.
Elvar Ingi er yngstur, fæddur árið 1983 og er að ljúka mastersnámi í
byggingaverkfræði í DTU í Kaupmannahöfn.
Mikið er himinninn stór hérna
Fjölskyldan er ofarlega í huga Jóhannesar. Við spjöllum um upphafið, þegar þau Ella voru
að draga sig saman, störfin á stóru búi og hlutverk barnanna sem ef til vill var ekki
öfundsvert við fyrstu sýn og við ræðum um framtíðina.
Lífið gengur sinn gang og nú eru færri ár eftir en þau sem eru liðin.
Auðvitað veit ég ekki hvar ég verð eftir þrjátíu ár. Myndi þó gjarnan vilja að
eitthvert af krökkunum okkar tæki við. Veit að þau finna fyrir rótum sínum en
1.
2.
3.
4.
5.
Frá skírn Jóhannesar Sigurðssonar í Blönduósskirkju. F.v. Elín, Sigrún Lovísa
Grímsdóttir, Sigrún Lovísa Sigurðardóttir, Sigurður Jóhannesson með Hjálmar Sigurðsson,
Jóhannes með nafna sinn og sr. Sveinbjörn Einarsson sóknarprestur.