Húnavaka - 01.05.2009, Page 58
H Ú N A V A K A 56
Fyrst skal samt rifjað upp með fáeinum orðum
hver höfundur þessara bréfa var.
Páll Valdimar Guðmundsson Kolka var fæddur
á Torfalæk á Ásum þann 25. janúar 1895 og naut
ekki formlegrar skólagöngu á æskuárum fremur en
aðrir jafnaldrar hans í Torfalækjarhreppi. Heima-
fræðsla og nokkurra vikna námsdvalir hjá heimilis-
kennurum urðu að duga. Stúdentsprófi lauk Páll
frá Menntaskólanum í Reykjavík sumarið 1913 og
læknaprófi frá Háskóla Íslands sumarið 1920.
Að loknu læknanámi gegndi Páll Kolka
læknisþjónustu í Vestmannaeyjum á árunum
1920–1934 en var skipaður héraðslæknir í
Blönduóslæknishéraði árið 1934 og gegndi því
starfi til ársins 1960 er hann flutti til Reykjavíkur
ásamt eiginkonu sinni, Guðbjörgu Guðmundsdóttur
Kolka (1888–1974).
Páll Kolka sinnti fjölmörgum trúnaðarstörfum hvar sem hann kom. Hann
sat til dæmis í bæjarstjórn Vestmannaeyja 1922 og 1926–1934, þar af sem
forseti síðustu fjögur árin. Hann var formaður íþróttaráðs Vestmannaeyja
1929–1934 og formaður Freys hf. er reisti fyrsta fiskþurrkunarhúsið í Eyjum.
Meðal Húnvetninga má nefna formennsku í skólanefnd Blönduóshrepps
1935–1956, setu í sýslunefnd fyrir sama hrepp 1938–1960, setu í stjórn
Sjálfstæðisfélags Austur-Húnavatnssýslu 1940–1960, stjórnarsetu í Sögufélagi
Húnvetninga 1941–1960, formennsku í Læknafélagi Norð vesturlands 1942–
1960 og formennsku í bygg ingarnefnd Héraðshælis Austur-Húnvetninga
1951–1953. Páll lést í Reykjavík þann 19. júlí 1971.
Kolka var vel skáldmæltur, ötull til verka og ritfær í besta lagi. Héraðsritið
Föðurtún er mikið afreksverk og ótvírætt í hópi öndvegisverka um íslenska
héraðssögu. Af öðrum útgefnum ritum skulu nefndar ljóðabækurnar Hnitbjörg,
Ströndin og Landvættir, leikritið Gissur jarl og minningabókin Úr myndabók læknis.
Þá skal minnt á fjölmargar tímarits- og blaðagreinar og allmörg útvarpserindi
sem Páll flutti í þættinum um Um daginn og veginn er naut mikillar hlustunar um
langt árabil.
Páll Kolka var alla tíð eindreginn stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins og
þótti andstæðingum hann oft hvassyrtur og jafnvel illskeyttur á vettvangi
stjórnmálanna. Á síðasta skeiði ævinnar lét hann sjálfur svo um mælt að oft
hafi greinarskrif hans kallað á snarpan vind en þó líklega aldrei eins og þegar
Morgunblaðið og síðan Ísafold og Vörður birtu grein hans, Hólastóll og hundaþúfa,
í apríl 1945.2 Páll skrifaði greinina undir dulnefninu Norðlendingur og á næstu
vikum voru miklar getgátur í Degi og Tímanum um höfundinn sem þar beitti
stílvopni sínu gegn samvinnufélögum, einkum KEA, og Framsóknarflokknum.
Tilefni greinarinnar var tvíþætt. Annars vegar það sem Páli þóttu smánarlega
lítil fjárframlög Búnaðarsambands Eyjafjarðar til umbóta í landbúnaði á
2 [Páll V. G. Kolka]. 1945. Hólastóll og hundaþúfa. Morgunblaðið 6. apríl og Ísafold
og Vörður 11. apríl.
Páll V. G. Kolka.