Húnavaka - 01.05.2009, Page 60
H Ú N A V A K A 58
Úrslit alþingiskosninga í Austur-Húnavatnssýslu 1933–1959. Fjöldi gildra atkvæða, auðum
seðlum og ógildum er sleppt.5
Júní Júní Júní Júní Júlí Okt. Júní Okt. Júní Júní Júní
1931 1933 1934 1937 1942 1942 1946 1949 1953 1956 1959
Alþýðuflokkur 33 94 17 42 38 73 78 4386 50
Bændaflokkur 334 261
Framsóknarflokkur 513 345 216 318 494 474 450 419 385 327 548
Sjálfstæðisflokkur 417 399 454 428 591 559 660 621 626 524 520
Kommúnistaflokkur 39 17 2
Sósíalistaflokkur 29 50 43 50 59
Alþýðubandalag 86 61
Þjóðvarnarflokkur 50 93 10
Lýðveldisflokkur 68
Samtals 930 783 1054 1103 1131 1125 1191 1163 1204 1173 1189
Í nágrannahéruðunum var staðan allt önnur. Í Strandasýslu leiddi formaður
Framsóknarflokksins, Hermann Jónasson (1896–1976), menn sína til stórsigurs
í hverjum kosningunum á fætur öðrum og jók fylgi flokksins úr 55% í 70% á
áratug, 1949–1959. Í Vestur-Húnavatnssýslu lék Skúli Guðmundsson (1900–
1969) á Laugarbakka, sama leik, jók fylgið úr 50% í 61% á sama tíma. Í
Skagafirði fór það úr 45% í 54%. Þetta var allt önnur mynd en sú sem blasti
við Austur-Húnvetningum þar sem Jón Pálmason hélt um og yfir 50% fylgi
fram til 1953 en framsóknarmenn voru drjúgan spöl á eftir. Það byrjaði þó að
breytast í kosningunum 1956.
Páll Kolka fylkti sér lengi með Jóni á Akri og var gott með þeim. Í það
samband kom þó brestur á sjötta áratugnum er smábreikkaði með tímanum.
Þar virðist hafa komið fleira en eitt til. Sýnilegasta ástæðan liggur í tapi Jóns
Pálmasonar á rétt rúmlega hundrað atkvæðum (sjö prósentustig) í
alþingiskosningum 1956 frá því sem verið hafði þremur árum fyrr og síðan
naumt fall fyrir frambjóðanda Framsóknarflokksins, Birni Pálssyni (1905–
1996), bónda á Ytri-Löngumýri í Blöndudal, með 28 atkvæða mun í kosningum
28. júní 1959. Þær kosningar voru hinar síðustu sem haldnar voru í ein- og
tvímenningskjördæmum og nýkjörnu þingi var ekki ætlað annað hlutverk en
að samþykkja stjórnarskrárbreytingu um nýja kjördæmaskipan. Þess vegna var
vitað að aðrar kosningar myndu sigla strax í kjölfarið. Þær fóru fram seint í
október og þá var Austur-Húnavatnssýsla orðin hluti af stóru fleir menn-
ingskjördæmi sem náði frá Hrútafirði í vestri til Sigluness austan Siglufjarðar í
5 Kosningaskýrslur 1874–1987 1–2. 1988. Reykjavík, Hagstofa Íslands.
6 Þetta ár mynduðu Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur kosningabandalag,
„Hræðslubandalagið“ sem svo var nefnt af andstæðingunum, og buðu ekki fram hvor
gegn öðrum.
7 Landslisti Framsóknarflokksins.
8 Landslisti Lýðveldisflokksins.