Húnavaka - 01.05.2009, Page 61
H Ú N A V A K A 59
austri í stað þess að vera einmenningskjördæmi
áður. Hinu nýja kjördæmi voru ætlaðir samtals
fimm kjördæmakjörnir þingmenn.
Þetta var mikil breyting og öllum var ljóst að
sameiginlegur frambjóðandi sjálfstæðismanna úr
röðum Austur- og Vestur-Húnvetninga myndi eiga
erfitt uppdráttar við röðun á lista með Skagfirðingum
og Siglfirðingum. Sjálfstæðisflokkurinn hafði lengi
verið veikur í vestursýslunni og fylgi hans þar
reynd ar rýrnað um þriðjung frá 1949. Í Skagafirði
hafði fylgið aftur á móti haldist traust, 32–36%, og
frambjóðandi flokksins á Siglufirði, Einar
Ingimundarson (1917–1996), var nýbúinn að
vinna góða sigra þar. Þegar við þetta bættist sterk
staða framsóknarmanna í Vestur-Húnavatnssýslu
var ekki að undra þótt ýmsa tæki að ugga um
framtíð þess þingsætis sem alþingisforsetinn á Akri hafði vermt um árabil.
Fylgistap og fall Jóns Pálmasonar ásamt nýskipan kjördæmisins ýtti þar með
við mörgum sjálfstæðismanninum, þeirra á meðal Páli Kolka sem fannst sinn
tími kominn. Í hans huga voru reyndar fleiri ástæður á ferð en fylgistap Jóns
eitt og sér. Þannig var að skipuð hafði verið milliþinganefnd vorið 1954 til þess
að vinna tillögur um framtíðarskipan sjúkrahúsa í landinu. Í þá nefnd voru
skipaðir þrír læknar og fannst Páli ómaklega framhjá sér gengið við val þeirra
og kenndi Jóni Pálmasyni um. Páll áleit reyndar að nefndinni væri beinlínis
ætlað að vinna gegn byggingu Héraðshælisins á Blönduósi og því væru
einvörðungu skipaðir í hana „kaupstaðarlæknar, allir uppaldir í Reykjavík og
ekki með snefil af reynslu eða þekkingu á sjúkrahúsmálum sveitahéraðanna og
sennilega til að byrja með andvígir byggingu spítala þar, eins og flestir
Reykjavíkurlæknar voru þá... .“9 Eftir að Páll hafði lýst vanþóknun sinni við
Ólaf Thors (1892–1964), formann Sjálfstæðisflokksins og þáverandi forsætis-
og sjávarútvegsráðherra, var gerð breyting á nefndinni, Kolka varð formaður
hennar og skilað var ítarlegu áliti sem síðan var lítið gert með, „hent í
ruslakörfuna,“ eins og Páll orðar það í bréfi til Jóns Sigurðssonar (1888–1972),
alþingismanns á Reynistað, þann 18. ágúst 1959. Það hafi verið allur
stuðningurinn sem Jón á Akri veitti Páli í hans mesta áhugamáli og það átti
læknirinn blóðheiti bágt með að fyrirgefa.
Við athugun á eftirliggjandi gögnum Páls Kolka kemur í ljós að hann gat
vel hugsað sér að taka við merkinu af Jóni Pálmasyni og taldi tíma kominn til
að bóndinn á Akri settist í helgan stein. Besti vitnisburðurinn um það eru níu
bréf sem Páll skrifaði sumarið og haustið 1959 til nokkurra samflokksmanna
sinna og varðveitt eru afrit af í einkasafni hans. Þessi bréf eru lýsandi fyrir þær
heitu tilfinningar sem bærðust með Páli og hispursleysi hans við að lýsa
Ólafur Thors.
9 Páll Kolka. 1959. Bréf til Guðbrands Ísberg sýslumanns á Blönduósi, dags. 4.
september 1959.