Húnavaka - 01.05.2009, Page 68
H Ú N A V A K A 66
eitthvað fór úrskeiðis því allt í einu
hleypur Helgan í bak undan kviku
og við frusum allir í brúnni. Þetta
gerðist svo snöggt að við töldum
allir þetta okkar síðasta og þegar
brúin var nánast lögst í sjó á stjór
vorum við alveg vissir og allir
fölari en nár.
Þá er hurðinni inn í brúna, sem
var gengið um niður í borðsal,
rykkt upp og öskrað: Hver and skot-
inn er þetta, á ekki að slá af ?
Ekkert svar þó einn okkar sæti við
olíugjöfina. Stökk nú Ingibjörn,
ann ar vélstjóri, á olíugjöfina og sló
af og fengum við strax þá tilfinn-
ingu að sú gamla væri hætt við að
fara hringinn í þetta sinn. Ingibjörn
var ekki kátur, hann hafði setið í
rólegheitum niðri í borðsal þegar
sjórinn vall þar inn, það hafði ekki verið lokuð ganghurðin á stjór og fylltist
gangurinn. Sjór fór líka niður í vélarúm.
Daddi skipstjóri svaf sem fastast enda kojan á stjór og þegar honum var sagt
frá þessu svaraði hann: Var hún ekki bara að klóra sér, strákar?
Eitt stendur uppúr þetta sumar, það var landganga sumra okkar skipsfélaga á
Jan Mayen en þar leituðum við vars í kolvitlausu veðri að kvöldi til og létum
ankeri falla. Morguninn eftir var komið blíða því vindur hafði snúist þó ekki
væri komið veiðiveður. Nú var settur út létt-
bátur, stefnan tekin á land og lent í sand-
fjöru en stórt vatn birtist fyrir innan
fjörukamb. Á vinstri hönd sáum við ein-
hverjar rústir undir smá hæð og strikið sett
á þær. Reyndist þetta vera gömul varðstöð
úr seinna stríði og hafði verið braggi en
bogarnir stóðu einir eftir.
Flak af gömlum herjeppa og alls konar
drasl tengt hernaðarbrölti var þarna líka.
Þá rákum við fljótt augun í margar kol-
ryðgaðar fötur, tuttugu til þrjátíu lítra sem
virtust vera olíufötur í fljótu bragði en
undar lega þungar. Nú var ráðist á eina
með þeim hlutum sem í boði voru, lamið
og barið. Lokið flaug af og viti menn, við
okkur blöstu glitrandi vélbyssuskot í olíu-
baði eins og úr verksmiðjunni forðum, 15
Ein mynd til gamans af Húna II dauðhlöðnum
á söguslóðum 1966.
Ég og Daddi skipstjóri komnir ofaní
hálfa.