Húnavaka - 01.05.2009, Page 78
H Ú N A V A K A 76
Matarmenning
Dagurinn byrjaði með því að maður fékk kaffi og kleinur eða jólaköku,
ástarpunga eða parta. Klukkan tíu var borðaður hafragrautur með slátri. Á
hádegi var heitur matur, æði oft siginn fiskur, þunnildi og kinnar. Þá var saltað
hrossakjöt mikið borðað, reykt tryppakjöt, bjúgu, kjötkássur, ærkjöt og þannig
væri lengi hægt að telja. Venjulega var hrísgrjóna- eða sagógrjónagrautur með
saft eða skyr á eftir eða rabbabaragrautur, stundum með rjóma. Oft var
kjötsúpa eða saltkjöt og baunir. Milli klukkan þrjú og hálffjögur var kaffi með
sama kaffibrauði og á morgnana en þá frekar smurt brauð með í bland, t.d.
brauð með kæfu eða öðru áleggi, heimaunnu, svo sem egg og hangikjöt. Um
heyskap var auka kaffitími klukkan sex, hið sama og hálffjögurkaffið. Klukkan
hálfníu, þegar hætt var vinnu á sumrin, var kalt borð, þ.e. súrmatur, slátur,
lundabaggar, svið, sviðalappir, hrútspungar, rúgbrauð með miklu sméri,
afgangar frá hádeginu og alltaf hafragrautur eða hræringur. Alltaf var drukkin
mjólk með matnum. Fóstra mín var afskaplega dugleg og útsjónarsöm við alla
matargerð, hvort sem var daglega eða til vetrarins. Hún var húsmæðraskóla-
gengin sem þótti góð menntun.
Frístundir og leikir
Maður átti oft frístundir í sveitinni. Bæði tók fólkið sér góðan lúr í hádeginu og
þá lék maður sér og svo ef komu verkeyður. Einnig hafði maður góðan tíma
Inga Þórunn og Þorsteinn.