Húnavaka - 01.05.2009, Page 82
H Ú N A V A K A 80
GUÐRÚN HALLA GUÐNADÓTTIR Blönduósi:
Landið mitt – Guatemala
Þegar ég var yngri átti ég þann draum að gerast skiptinemi í fjarlægu landi, kynnast annarri
menningu og læra nýtt tungumál. Ég hef alltaf verið með mikla ævintýraþrá og tekið
breytingum vel og kom það snemma í ljós þar sem að uppröðun húsgagna í herberginu mínu
var aldrei eins og áður þegar mamma leit inn í það.
Mamma mín, Jóna Fanney Friðriksdóttir, hafði ferðast til Guatemala og sagði mér
mikið af skemmtilegum sögum og sýndi mér myndir. Þar kynntist hún Mariu Isabel og
Alfonso sem heimsóttu okkar til Íslands þegar ég var 5 ára. Ég ákvað snemma að Guatemala
væri einmitt landið þar sem ég vildi dvelja sem skiptinemi. Og þegar ég var sautján ára
rættist draumurinn.
Draumur sem varð að veruleika
Guatemala er ríki í Mið-Ameríku, á stærð við Ísland en þar búa um 13
milljónir manna og mikil fátækt ríkir í landinu. Í landinu eru miklar andstæður
en það er ægifagurt og fólkið afar vinsamlegt. Þar er einnig mikil stéttaskipting
en ég var svo heppin að fá að kynnast öllum stigum þjóðfélagsins.
Ég bjó í suðvesturhluta landsins, í bænum Puerto San José, hjá fjölskyldu-
vinum okkar sem við kynntumst þegar ég var 5 ára gömul, Mariu Isabel og
Guðrún Halla Guðnadóttir er fædd í Reykjavík árið
1991 og fluttist til Blönduóss þegar hún var 11 ára gömul.
Foreldrar hennar eru Guðni Franzson, tónlistarmaður og
Jóna Fanney Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri. Guðrún
Halla fluttist með móður sinni og bróður, Þórarni Guðna-
syni, á Blönduós árið 2002 þegar móðir þeirra tók við starfi
bæjarstjóra. Fósturfaðir þeirra er Hjörtur Karl Einarsson,
fyrrum íþróttakennari á Húnavöllum, tamningamaður og
starfsmaður Trésmiðjunnar Stíganda.
Guðrún Halla gekk í Grunnskólann á Blönduósi, var
virk í íþróttalífinu þar, bæði í frjálsum íþróttum með USAH
og í fótbolta með kvennaliði Hvatar og er reyndar enn að
spila með stelpunum. Hún stundar nám við Menntaskólann á Akureyri en tók sér ársfrí
frá námi og hélt á framandi slóðir sumarið 2008 til að gerast skiptinemi í Guatemala.
Guðrún Halla dvaldi 8 mánuði í landinu og hér gefur hún lesendum innsýn í líf sitt þar
og kemst að þeirri niðurstöðu að öll séum við eins, þrátt fyrir að alast upp í ólíkum
menningarheimum.