Húnavaka - 01.05.2009, Page 84
H Ú N A V A K A 82
ekki settar í dagblaðið eða útvarpið eins og
á Íslandi. Nei, það er bíll sem keyrir um allt
þorpið og tilkynnir í kallkerfi hver var að
deyja. Sjaldgæft er að sjá venjulega bíla á
götunum því að allir ferðast um á
mótorhjólum eða reiðhjólum og oft má sjá
heilu fjölskyldurnar koma heim af
markaðnum með birgðir næstu daga og
allir saman á einu hjóli. Það fer einfaldlega
þannig fram að mamman situr á
bögglaberanum með fullt fangið af vörum,
pabbinn hjólar, með aðra höndina á stýri
og fullan poka af matvörum í hinni, annað
barnið er á stönginni fyrir framan pabbann
en minnsta barnið situr á stýrinu eða í
körfu framan á hjólinu sem er algjör
nauðsyn að hafa.
Mér brá líka einnig nokkuð við það að
gangandi vegfarendur eru ekki einungis af
mannkyni heldur er mikið af lausum hundum, svínum, hænum, hestum og
kúm á götunum. Hraðahindranir eru líka lausnin á öllum vandamálum og eru
rúmar tuttugu frá húsinu mínu að fótboltavellinum sem er í 5 km fjarlægð. Við
hraðahindranirnar eru svo venjulega borð þar sem er seldur matur og
ávextir.
Strax fyrstu helgina fékk ég að kynnast hinum frábæru veislum heimamanna
þegar allri stórfjölskyldunni var boðið heim. Þá kynntist ég betur þessari
yndislegu fjölskyldu, þar á meðal ,,afa mínum“ sem er 90 ára silfurrefur, vinn-
ur ennþá sem lögfræðingur, notar ekki gleraugu, drekkur viskí í staðinn fyrir
vatn, ekur um og skiptir um kærustur eins og ekkert sé. Ótrúlega gaman af
honum. Þessi veisla var nú samt bara smjörþefurinn af ekta ,,guatemalískum“
veislum sem ég fékk svo að kynnast stuttu síðar þegar brúðkaup „bróður míns“
var haldið í Antigua sem er krúttlegur túristabær inní miðju landi. Brúðkaupið
var haldið á 5 stjörnu hóteli og vægast sagt var þetta frábært og eftirminnilegt
kvöld, það var borðað, drukkið og dansað fram á rauða nótt. Gaman hvað fólk
hérna er ófeimið við að stíga sporið og latínóarnir kunna sko sitt fag!
Í fjallaferð
Í Guatemala er mikið af fjöllum og hálendi og þar búa flestir Mayaindíánarnir.
Töluvert er af virkum eldfjöllum og við klifum eitt þeirra, Pacaya, stuttu eftir
komu mína. Við keyrðum upp fyrstu metrana og lögðum bílnum í litlu þorpi
þar sem að ég held að ég hafi fengið mitt fyrsta menningarsjokk. Það var lítið
sem ekkert í þessu þorpi nema ræfilsleg hús og indíánar. Við gengum í gegnum
afar fallegan skóg á leiðinni upp sem var samt ekki eins fallegur þegar grannt
Hér er ég í Mayaindíánabúningi.