Húnavaka - 01.05.2009, Síða 89
H Ú N A V A K A 87
saman í þriggja manna herbergi þar sem einungis voru þrjú rúm og eitt
náttborð til þess að hafa þetta sem ódýrast. Nokkrar stúlknanna sem höfðu
meira á milli handanna splæstu þó í herbergi með fjórum rúmum, loftræstingu
og sjónvarpi en ég lét mér nægja að vera með hinum í ódýrari herbergi.
Herbergin voru mjög skítug og klósettin og sturturnar enn verri og auðvitað
fylgdu tilheyrandi pöddur og kakkalakkar með. Engin af stelpunum kvartaði
svo ég lét ekki í mér heyrast og lét mig bara hafa það en kom reyndar með
hrein lök að heiman sem ég vafði utan um mig.
Ég svaf lítið þessa nótt, hitinn var mikill og við lágum allar í klessu upp við
hverja aðra. Herbergið var við fjölfarna götu og þar voru mikil læti en ég
hugsaði með mér að ég gæti alveg lifað af eina nótt í þessu ástandi og var bara
þakklát fyrir að lifa ekki við svona aðstæður og finnast þessi óhreinindi
eðlileg.
Fyrstu máltíðina borðuðum við á veitingahúsi sem er samt heimili og þar er
seldur heimatilbúinn matur. Svona veitingastaðir eru mjög algengir í Guate-
mala. Þar fengum við dýrindis máltíð, kjúkling, salat, hrísgrjón og drykk og
borg uðum einungis 18 Q fyrir, sem að gera svona 270 krónur. Stelpunum
fannst þetta þó of dýrt fyrir eina máltíð svo við borðuðum bara egg og baunir
heima hjá vinkonu þjálfarans það sem eftir var af ferðinni.
Þó svo að ég hafi hitt þessar stelpur nánast á hverjum degi í nokkra mánuði
fékk ég að kynnast þeim mikið betur í þessari ferð og við töluðum langt fram
á nótt um lífið og tilveruna. Ein vinkona mín sagði mér frá vinnunni sinni en
hún vinnur við að búa til torillas hveitikökur. Hún fer á fætur klukkan 2 um
nóttina og vinnur fram að kvöldmat og fyrir þetta fær hún daglega 30 Q sem
að eru svona 450 íslenskar krónur.
Trúariðkun
Flestir íbúar Guatemala eru kaþólikkar og iðka trúna af kappi, annað en
maður þekkir heima á Íslandi. Einn morguninn fór ég heim til vinkonu minnar
fyrir skóla og við vorum að læra saman þegar maður nokkur kom allt í einu í
heimsókn. Hann settist hjá okkur og við vorum bara að spjalla en svo stakk
hann upp á því að við myndum biðja bænir og safnaði öllum saman sem voru
heima. Ég gerði bara eins og hinir, stóð upp, laut höfði og lokaði augunum.
Allt í einu byrjaði maðurinn, sem virtist svo vinalegur í fyrstu, að öskra eins
og að hann ætti lífið að leysa og það alveg upp við eyrað á mér. Síðan strunsaði
hann öskrandi um allt, kom svo fljótt aftur upp að mér, greip um höfuðið á
mér og öskraði hærra en nokkru sinni fyrr og bað Guð um að hjálpa mér,
fyrirgefa mér og vernda mig. Ég vissi ekki alveg hvernig ég ætti að bregðast við
öllum þessum látum en laumaðist til þess að opna augun í smástund og sá þá
að fólkið í kringum mig, fjölskylda vinkonu minnar, var grátandi. Stuttu seinna
hætti karlanginn að öskra og allir settust niður og byrjuðu að spjalla eins og
ekkert hefði í skorist. Ég var hins vegar alveg gáttuð lengi á eftir!
Ég kynntist trúariðkun ekki mikið fyrstu mánuðina því fólkið sem að ég bjó