Húnavaka - 01.05.2009, Side 113
H Ú N A V A K A 111
JÓN ARASON, Blönduósi:
Skipagil
Skipagil er nafn á gili sem skildi að lóðir foreldra minna og samvinnufélaganna
á Blönduósi. Nafnið á þessu gili, sem löngu er búið að fylla uppí, vakti snemma
forvitni mína og vildi ég vita hvernig það væri tilkomið. En það var sama
hvern ég spurði, enginn vissi neitt um það. Margir mundu þó eftir skipi þar
því um það leyti er ég fæddist var þar allstór trilla sem gerð hafði verið út frá
Blönduósi til hrefnuveiða. Freyja, eins og trillan hét, var allmörg ár þarna í
gilinu en var rifin um 1950.
En ekki var nafnið tilkomið af veru Freyju í gilinu, það var mikið eldra en
svo. Ýmsir höfðu þá kenningu að í gilinu hefðu áður verið geymdir bátar er
gerðir hafi verið út til fiskveiða frá Enni, sem landið þarna hafði tilheyrt öldum
saman. Ég hef ekki neinar heimildir um útgerð frá Enni fyrir 1870 en þá var
langafi minn, Sveinn Kristófersson bóndi í Enni, byrjaður útgerð. Ekki veit ég
hvort faðir hans stundaði útgerð en líklegt er að Stranda-Ólafur Ólafsson, er
bjó í Enni fyrr á öldinni, hafi gert út bát til veiða.
Svo mikið er víst að sumarið 1876, þegar fyrstu verslunarlóðir voru mældar
út á Blönduósi, fékk Hillebrandt mælda út lóð nokkru fyrir norðan Skipagil og
var lóðin mæld út frá gömlu nausti sem var þarna í sjávarbakkanum. Þar mun
Sveinn hafa geymt bát sinn, nema á sumrin þegar hann hafði bátinn á ánni,
þar sem hann var sumarið 1911 þegar Sveinn drukknaði við að komast út í
hann. Naustið var notað síðast um 1950, þegar Davíð Guðmundsson hafði þar
bát sinn.
Tilvera þessa nausts, sem sagt er fornt fyrir nærri hálfri annarri öld, bendir
til að nafn gilsins sé mjög gamalt, hafi það verið forveri naustsins. Örnefnaskrá
fyrir Enni er ekki gerð fyrr en eftir 1930 og er gerð í samráði við þáverandi
ábúendur í Enni, Þorstein Sigurðsson og Halldóru Ingimundardóttur. Þau
gátu ekki gilsins eða heiti þess. Jarðaskjöl frá átjándu öld, sem ég hefi séð,
tilheyrandi Enni geta um nokkur örnefni og eru þau færð inná uppdrátt sem
fylgir þeim. Hann sýnir meðal annars ströndina framan við Skipagil en ekki
gilið. Uppdrátturinn sýnir hins vegar sandfjöru fyrir framan sem nær frá
árósnum, út með ströndinni og talsvert norður fyrir gilið. Heitir þar á
uppdrættinum, Ennissandur.
Nokkrum árum eftir að ég byggði mér hús nokkru norðan við umrætt gil,
spurði Ragnar föðurbróðir minn mig hvort ég hefði orðið var við íshúsgrunn-
inn þegar ýtt var fyrir húsinu. Ég sagði honum sem var að ég hefði ekki verið
við þegar það var gert en bað hann að segja mér frá þessum grunni. Hann
vildi þá ekkert um hann ræða og var sem hann vissi ekkert um hann með vissu