Húnavaka - 01.05.2009, Síða 115
H Ú N A V A K A 113
Ár 1880 dag 14 júlí var hreppstjórinn í Engihlíðarhreppi, Magnús Bergmann til staðar
norðan við Blönduós til þess þar að selja hæðstbjóðendum við opinbert uppboð allan
trjávið úr hinu Enska lagshúsi, sem þar var rifið, næstliðinn vetur. Uppboð þetta var
hreppstjóranum fyrirskipað af viðkomandi sýslumanni í forföllum hans. Uppboðsvottar
voru Kaupmaður J.G. Möller að Blönduósi og Gullsmiður Björn Gunnlaugsson á
Blönduósi.
No. Hlutirnir kr. a. kaupendur
1. Spítur og borð 20,00 Pétur Borg
2. Do-----Do 21,00 Sami
3. Borðarusl 3,10 Björn Gunnlaugsson
4. Borð 17,00 Pétur Stóruborg
5. Do. 12,20 Sveinn Enni
6. Do. 8,40 J.G. Möller
7. Do. Plankar, Tré 27,30 Björn Gunnlaugsson
8. Do. Stumpar 6,50 Sami
9. Do. 16,30 Jón Sveinsstöðum
10. Spíta 5,00 Sami
11. Borð 15,00 J.G. Möller
12. Do. 14,20 B.G. Blöndal
13. Sperrur með stromp 5,10 Jón Sveinsstöðum
14. 4 Spítur 10,70 Sami
15. Spíta í Holsbás 3,10 Fr. Hillebrant.
Fleira var ekki framvísað til uppboðs. Sama stað, ár og dag sem í upphafi
greinir. Undir þetta rita svo Magnús og vottarnir.
Samtals var seldur viður þarna fyrir 184,90 kr. Ekki er gott að sjá hve mikið
timbur hefur verið selt hér en ef miðað er við mat sem gert var á húsi Sigurðar
Helgasonar smiðs, sem metið var um svipað leyti á 80 kr. allt húsið, með nýj-
um hurðum og gluggum, (eins og tekið er fram) hefur timbrið verið úr allstóru
húsi. Taka má fram að allt var hús Sigurðar nýtt en tekið svo til orða um
hurðir og glugga, vegna þess að ekki er verið að nota það úr eldra húsi heldur
sé þar um nýsmíði að ræða.
Það er í meira lagi undarlegt að hvergi hafi neitt verið ritað um þetta íshús,
eða þess getið í sambandi við upphaf byggðar á Blönduósi. Þetta hús er rifið
veturinn 1879-80
Var það rifið alveg nýtt? Eða stóð það þremur árum fyrr, þegar fyrstu
verslunarhúsin voru byggð? Ekki getur Höskuldsstaðaprestur þessa húss í
sóknarlýsingunni frá 1873.
Er hún þó allnákvæm. Hann telur litla laxveiði í Blöndu. Þó sé hún nokkuð
stunduð frá Enni í nót. Tæpast hefur borgað sig að reisa íshús eingöngu til að
ísa lax úr Blöndu
Var ætlunin að ísa lax úr öðrum ám þarna líka? Hvaða Englendingur hefur
verið með þessi umsvif hér? Það er mörgum spurningum ósvarað. En svar
fékkst þó við einni.